Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 49
49
jafnbreitt alt 1 fyrstu, en gengið meir saman efst eti
neðst er það þornaði. Á það er skorin krossfestingar-
inynd með Jóhannesi og Maríu, allmjög upphafið verk
og um 2 sm. breiður bekkur uinhverfis. Spjaldið hefir
verið litað að framan, en litirnir farið af aftur að mestu
leyti, vottar þó fyrir rauðum lit á krossinum og kyrtl-
unum, og grænum á kápunni og mittisskýlunni. Bekk-
urinn virðist hafa vcrið með skábekkjum rauðuin og
grænum á víxl. Verkið er í gotneskum stíl og varla
yngra en frá 15. öld. Vafalaust islenzkt, og fjölin úr
rekaviði. Sbr. nr. 2104, paxspjald úr Selárdalskirkju.
6574 22h Shari úr járni, 1. 13,3 sm, húsið perumyndað, lýkst upp
í miðju og er sinn helmingur á hvorri kinn, 1. 4,9, br.
mest 3 og þykt (hæð) 2,5 sm.; um 0,5 sm. langur broddur
fram úr neðri kinn. Fætur engir; tangar mjög grannir.
Allmjög ryðgaður. Gerðin svipuð og er á koparskörun-
um nr. 4121 og nr. 4798, sem er frá Kvíabekkjarkirkju,
en húsið er þó heilt á þeim að ofan og tangar sam-
settir1). Þessi járnskari er meðal hinna elztu, sem hér
hafa tíðkast og ekki yngri en frá 16. öld.
6575. — Kertisstjaki úr messing, hæð 20,5 sm., neðri hlutinn
klukkumyndaður, þverm. neðst 17,2 sm., hæð 9 sm., og
er ofan til á honum 2,6 sm. breiður kragi, þverm. 13,9
sm. Efri hlutinn er líkur perumynduðu keri, mjór neðst,
þverm. 1,4 sm., en annars tilölulega gildur, þverm.
neðst 5,2 sm ; ljóspipan er 3,1 sm. að vídd2). Brydding
hefir síðar verið sett umhverfis stéttarbrúnirnar neðst.
Allir þessir síðasttöldu gripir, nr. 6569—75, eru frá
Gufudalskirkju.
6576. 2bh Járnstingur tvöfaldur, tjúgustingur; er tanginn einn, 1.
/1 sm., en fram úr honum ganga 2 stingir og er um
2,2 sm. breitt bil milli þeirra, báðir með agnhöldum og
snúa þau út; af öðrum er það og broddurinn ryðbrunn-
inn af. L. alls 25,5 sm. Skaft vantar. Líklega fiska-
stingur og hefir þá verið neðan i stöng. Mjög ryðét-
inn og ryðbólginn. Fanst í fornum landbrotum í bökkum
Þverár fyrir innan Ámundakot í Fljótshlíð um 5 m. í
') Sbr. myndma nr. 237 í P. B. Wallem, Lys og Lysstel og ennfr. 2. og 3. mynd
í Lysesaxe, en bnlturhist. Skitseaf Murmester J. W. Frohne, Tidsskr. f. Ind. VI, 204 o. s. frv.
Húsið á nr. 6574 er líkt og á skaranum, sem sýndur er á 1. mynd í sömu ritgerð.
*) Sbr. mynd nr. 83 í F. B. Wallem, Lys og Lysstel.
7