Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 66
66 6667. 22/b 6668. — 6669. — 6670. — 6671. — 6672. — gegnum, ef vildi; vídd 0,5 sm. Sbr. nr. 6014; margir til áður úr líkum steini. Snœldusnúður úr grænum steini, fremur mjúkum, hálf- kúlumyndaður, þverm. 4,8 sm., þ. 1,8 sm.; gatvídd 1,3 sm., dullítið á ská, Sbr. nr. 958 og 1933. Samfdluhnappur úr silfri, með hinni venjulegu gerð, þverm. 3,6 sm., hæð, með fæti og laufkeng 2,2 sm., en annars er þykt hnappsins 1,2 sm. Kornsett víra- virki er ofan á og hangir hjartamyndað víravirkislauf í miðju. Sennilega frá fyrri hluta síðustu aldar. Húfuprjónar úr silfri, tveir með hnöttóttum haus, þverrn. 0,8 sm., 1. 5,3 sm., 13 sm. löng silfurfesti á milli þeirra og hanga 2 smáhjörtu á henni, og þar fyrir neðan hangir stærra smáhjarta í 2 silfurfestum, 7,5 sm. að lengd, og þeim fest í sömu hlekki og endum hinnar efri. Voru notaðir á fyrri hluta síðustu aldar í stóru húfurnar, sem þá tíðkuðust. Sbr. nr. 4754 og 4789. Prjónakrókur úr silfri með stampaðri þynnu í skelstíl, 1. 4 sm.; er þeim króknum, sem krækt var undir beltið, fest við hana efst, en sjálfur prjónakrókurinn, sem er 4,8 sm. að lengd, hangir i hring, sem fest er í neðri enda hennar. Þetta áhald er útlent að uppruna, en tíðkaðist hér mjög í kaupstöðum syðra um og eftir miðja öldina síðustu. Smáhólkar eða hettur, sem smeygt var upp á endana á prjónunum og tengdir voru saman með festi, fylgdu með og voru prjónarnir með því er verið var að prjóna hengdir á krókinn í festina þegar hætt var i bili að prjóna. Tágakarfa (tægja), riðin úr grávíðistágum, með höldu og loki, ágætlega gerð og falleg í lögun; virðist lítið hafa verið notuð. Hæð undir lok 23 sm., þverm. um botn 18,8 sm., um miðju 37,5 sm., um opið 24 sm.; op- vídd 22,5 sm. Haldan nokkuð aflöguð nú. Lokið með typpi úr tágum; það fellur ofan í opið og yfir barm- ana um leið. Sbr. nr. 3715, sem er eftir Jón blinda Giss- ursson á Vatnsleysu í Byskupstungum. Lykill úr járni með tvöföldu skeggi, 2,5 sm. löngu. Leggurinn er 7,9 sm. að 1. og 1 sm. að þverm. Höld- unni er fest við aftari endann með sigurnagla og má leggja legginn með skegginu inn í hölduna; er hún 9

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.