Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 34
Glúmshaugur. í Árb. 1911, bls. 60—62, benti dr. Jón Þorkelsson þjóðskjala- vörður á, að Glúmshaugur sá er nefndur er meðal landamerkja Und- irhrauns í Meðallandi í úttekt Kirkjubæjarklaustursumboðs 7. maí 1857 muni vera haugur Glúms Hildissonar, er féll fyrir Kára Söl- mundarsyni við Kringlumýri árið 1013. Af uppdrætti síra Sæm. M. Holm, þeim er fylgir riti hans um Skaftáreldinn, prentuð 1784, má sjá hvar Kringlumýri hefir verið, en fyrir löngu er hún komin i leiru og sand og segir Kr. Kálund í ísl.lýs. sinni (II., 325) að menn viti ekki hvar hún heflr verið. Dr. Jón Þorkelsson hyggur að samt muni mega finna Glúmshaug og rannsaka haun, úr því að hann enn er nefndur í landamerkjaskrá frá árinu 1857. Er eg fór um Meðalland síðastliðið sumar (29. —31. ág.) gat eg illa komið þvi við, án mikils kostnaðar, að koma á þennan stað og leita Glúmshaugs, enda hafði eg áður heyrt kunnuga menn halda því fram, að hann myndi fyrir löngu kominn í sand og ófinnandi nú. Til þess að fá frekari skýrslu um hauginn, skrifaði eg 29. des. síðastl. Markúsi bónda Jónssyni í Bakkakoti i Meðallandi og spurðist fyrir um Glúmshaug. Fékk eg aftur eftirfarandi skýrslu frá honum, dags. 29. jan. þ. á.: »Það er ómögulegt að sjá nokkur merki til, þar sem hann [Glúmshaugur] hefir eiginlega verið, þvi þar er nú slétt leira og engin missmíði hafa sést á, vist um 100 ár, nema það sem leiran hefir ýmist mjókkað ofan, af gróður, eða þá breyzt aftur af vatni og sandi. Þessi leira er kölluð Efrieyjar-leira; hún liggur, eins"og Efrieyjar-egg, til austurs og vesturs fyrir norðan bæinn og út að Kúðafljóti, og hefir fljótið oft runnið þar austur úr á vetrinn þegar hefir staðið í því af gaddi, líklega um ómuna tíð. Efriey er skamt fyrir vestan minn bæ, og Efriey er hér um bil í stefnunni frá min- um bæ, þangað sem Glúmshaugur átti að hafa verið. Eg er hér í Bakkakoti fæddur og uppalinn, og móðir mín var hér líka alla sína æfi, og þau foreldrar mínir bjuggu hér allan sinn búskap, en faðir minn var fæddur og uppalinn í Efriey og for-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.