Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 13
13
eftir Brynjúlf. — Sumarið 1896 fór Brynjúlfur um Mýra-, Hnappa-
dals- og Snæfellsness-sýslur og safnaði ýmsum frásögnum um fornar
rústir og örnefni, sem alt kom í næstu Árb., 1897, og í hcnni var
ennfremur góð lýsing .4 hinni síðustu útbrotakirkju, er hór var. Var
það sérlega þakkarvert, að Brynjúlfur skrifaði þá grein og lét smíða
eftirmynd þá af kirkjunni, er hann gaf Forngripasafninu (nr. 4101);
— aðra eftirmynd fullkomnari lét hann smíða íimm árum síðar og
fékk safnið hana líka (nr. 4803).
í næstu Árb., 1898, kom skrá um eyðibýli í Rangárvallasýslu; hafði
hann sumarið áður, 1897, farið um Rangárvallasýslu nokkuð, en 1.
vikuna í ágúst fór hann fyrir félagið með Daniel Bruun til þess að
visa honum á nokkur af eyðibýlum þeim, er hann hafði sagt frá í
eyðibygðunum fornu í Árnessýslu. Næsta sumar, 1898, var hann
aftur sendur af félaginu með Daniel Bruun vestur í Barðastrandar-
sýslu til þess að skoða dysjarnar fyrir Berufjarðarbotni og Þorska-
fjarðar-þingstað o. fl. Var nokkuð um þetta ferðalag í Árb. 1899.
Ekki fór Brynjólfur í annað sinn út á Vestfjörðu og lokið var nú
samvinnu hans og Daniels Bruuns. Brynjúlfur fór næsta sumar,
1899, fyrst austur í Rangárvallasýslu og athugaði ýmislegt viðvíkjandi
Njálu. Þá skoðaði liann og hella á Geldingala^k og Ægissíðu, og
skálann forna á Keldum. Seinna um sumarið fór liann kringum
Snæfellsnes og kom í næstu Árb., 1900, frarn með ýmsar góðar og
gagnlegar athugasemdir frá þessum ferðalögum. í sömu Árb. skrif-
aði hann ennfremur grein um höfðaletur og fylgdu myndir af því
eftir hann með.
Um 1890 fanst við hlöðugröft í Hörgsdal í Þingeyjarsýslu forn
bygging í jörðu, er menn vegna bæjarnafnsins gizkuðu á að mundi
hafa verið hörgur. Loks 10 árum síðar, sumarið 1900, verður úr
því að Brynjúlfur færi norður í Þingeyjarsýslu og spyrðist nánar
fyrir um fund þennan. Brynjúlfur fékk glögga skýrslu af bóndan-
um í Hörgsdal um fundinn og birti hana ásamt ýmsum fleiri at-
hugasemdum frá þessari norðurför sinni í Árb. 1901; m. a. lýsti
hann þingstöðunum fornu og hoftóftinni á Hofstöðum við Mývatn og
voru skýrslur þessar mikið fróðlegar. Brynjúlfur fór í þessari ferð
lengst norður er hann fór nokkru sinni, en það var norður í Mý-
vatnssveit. Norður i Norður-Þingeyjarsýslu fór hann aldrei. Sumarið
eftir, 1901, ferðaðist Brynjúlfur um Rangárþing enn á ný, og komu
í næstu Árb., 1902, mjög góðar greinir um athuganir hans þar,
einkum viðvíkjandi vatnsföllunum þar o. fl. í sambandi við Njálu.
Eru athuganir þessar með því merkilegasta, er Brynjúifur skrifaði í
þessum efnum. I sömu Árb. kom og skýrsla um nokkur af hinum