Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 67
67
6673. 28/6
6674. —
6675. —
6676. 24/e
6677. —
6678. —
sm. að 1. og 5,4 sm. að breidd mest. Jarðleginn og
gamallegur.
Þessir síðast töldu 10 hlutir eru komnir til safns-
ins fyrir nokkrum, flestir líklega æðimörgum árum
síðan, en hafa ekki fyr verið tölusettir.
Bjarni Þorkelsson, skipasmiður í Reykjavík: Brenni-
vinskútur úr eik, málaður grænn, með spansreyrsgjörð-
um, máluðum rauðum. Hæð 15,6 sm., þverm. um
miðju 12,3 sm. Mjög vel gerður. Líklega frá miðri
síðustu öld. — Vantar efstu gjörðina, en þær hafa ver-
ið 10. Vestan af Breiðafirði; þar höfðu menn slíka
kúta með sér á sjó og hressingu í. Drukkið var um
divikann, en helt á um botngatið.
Helgi Árnason, dyravörður í Eeykjavík: Naglbítur úr
járni, 1. 13,7 sm.; annar tanginn krókboginn í endann.
Jarðfundinn hór og ryðbrunninn; óvenju lítill.
Einar Benediktsson, fyrv. sýslumaður: Deigmót, 18 að
tölu, af merkjum ýmsum í Árbæjarhelli, gerð fyrir
nokkrum árum. Eru flest merkin harla óljós og ilt að
ráða; virðast vera fangamörk, búmerki, samandregnir
stafir eða rúnir; sumpart upphafsstafir, t. d. KMS, GLS,
JÞS (?). Sumstaðar virðast yngri merki krotuð ofan í
eldri að sumu leyti. Flest virðist þetta vera frá 17. og
18. öld. Sbr. grein gef. í Fjallk. XXII., 41—42, eink-
um bls. 166, 2. d.
Katrín Magnússon, prófessorsfrú, Reykjavík: Samfella
úr dökkbláu klæði, fóðruð að neðan með köflóttu lérefti
(»tvisttaui«). Umhverfis að neðan eru svartir rósaborðar
5 að tölu hver upp af öðrum. L. 109 sm., vidd neðst
288 sm. og um strenginn 61,5 sm. Átt hefir föðursystir
gef., frú Katrín Árnason í Reykjavik.
Sama: Vasaúr úr silfri, umgjörðin og ytra lokið,
»cylindergangur«. Þverm. 4,7 sm., þykt 1,3 sm. Dregið
upp með lykli. Hvít skífa, smelt, venjuleg, með rómv.
tölustöfum. Gyltir vísar, virðast ekki upprunalegir. Er
líklega svissneskt eða frakkneskt. Gengur vel. Senni-
lega frá fyrri hluta síðustu aldar. Átt hefir faðir gef.,
Skúli Þorvaldsson í Hrappsey, og kvað hann hafa fengið
það 18 ára.
Sama: Prjónastokkur útskorinn og litaður með svörtum
og rauðum lit. L. 35,6 sm., br. 5,7 sm., hæð 4,9 sm.,
9*