Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 22
22 lendinga og þessat’ hugrayndir um nýtt skjaldarmerki og nýjan fána runnu alveg saman. Fáninn átti að vera merki—skjaldarmerki — landsins; sama mynd átti að vera í fánanum eins og í skjaldar- merkinu eins og t. d. á sjer nú stað með konungsfána og skjaldar- merki Noregs. Sigurður málari hefir málað tvo stóra pappaskildi með þessu nýja skjaldarmerki, bláa með hvítum fálka, (nr. 5484 í Þjóðmenningarsafninu) og hann hefir dregið upp fyrirmynd til að sauma eftir fána fyrir hið nýstofnaða stúdentafélag i Reykjavík') og eftir honum eða myndinni var saumað líkt skrúðgöngumerki fyrir lærða skólann* 2 *). — Stúdentafjelagsmerkið var fyrst notað á Þing- vallafundinum 1873. I skrifasafni Sigurðar málara, sem nú er geymt í Þjóðmcnjasafninu, virðast vera fyrstu frumteikningar þessa fálka- merkis, 3(—5) litlar og ófullkomnar á einu blaðinu, 1 stærri og all- nákvæmlega dregin á öðru. Merkið er dregið sem hin fornu merki, er getið er um í sumum sögum að menn hafi fest við spjótsköft sínB). Það er á öllum myndunum dregið þannig, að fálkinn er á flugi og snýr að stönginni (spjótinu) og snýr til hægri (skjaldmerkjafræðis- lega) á þeirri hlið merkisins, sem dregin er upp á myndum þessum. A hinni hliðinni snýr hann því til vinstri, ef hann snýr að stöng- inni. Þetta á sér stað á skólamcrkinu og svo hefir það vitanlega verið á öllum slíkum fálkamerkjum og fálkafánum. Pappaskildirn- ir 2, sem áður var getið (nr. 5484 í Þjóðmenningarsafninu eru hvor öðrum ólíkir að því, að á öðrum snýr fálkinn til hægri, en á hiu- um til vinstri. Af þeim verður því ekki séð hvort Sigurður málari hefir hugsað sér að fálkinn skyldi snúa til hægri eða vinstri í skjald- armerkinu, en í þessu sambandi hefir það nokkra þýðingu að vita það. Lauslegu frummyndirnar benda helzt á, að hann hafi hugsað sér að fálkinn skyldi snúa til hægri. Á framhlið skólafánans snýr fálkinn til hægri (eiginlega upp að þverstönginni). Ef nokkuð er takandi mark á þessum fánamyndum og fána virðist það líklegast að Sigurður hafi hugsað sér að fálkinn sneri til hægri á skjaldar- merkinu4). Hitt er fullvíst hversu fálkamyndin skyldi vera samkvæmt hans hugmynd, því að allar eru þessar fálkamyndir eins að heita *) Myndina átti séra Eiríkur Briem prófessor, en nú mun óvist hvar hún er niður kominn. — Fáninn sjálfur er týndur. 2) Nú á Þj'ðmenningarsafninu, nr. 6175. 8) Yöls.s., Karlm.s., Þiðr.s, o. fl. — Sbr. Bjalmar Falk, Altnord. Waffen- kunde § 25. 4) í skjaldarmerki Lofts rika eftir Sigurð, því er áður var um getið, snýr fálkinn til vinstri, en er að öðru leyti likur þessum fánafálkum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.