Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 46
Skýrsla um viðbót við Þjóðmenjasafnið árið 1914. [Tölumerki hlutanna, dagsetning við móttöku þeirra og nöfn þeirra manna, er þá hafa gefið suma, eru prentuð framan við]. Þjóðmenningarsafnið. 6567. x/i AltarisJclœði, br. 116, 1. (hæð) 126 sm., úr rósþryktum baðmullardúk, rauð blóm á dökkum grunni; fóðrað með þykkum ullardúk, dökkbrúnum, útlendum. Silfurvírs- borðakross á miðju og saumað við með ljósleitu silki 1842. Borðar eru og við jaðrana að neðan og beggja vegna upp. Frá Álftamýri við Arnarfjörð. 6568. — Hökull úr svörtu flujeli, fóðraður með bláu lérefti, gróf- gerðu, með krossi úr rauðu flujeli á baki og mjóir gull- virskniplingar á. Smokkast yfir höfuðið. Br. að aftan 65 og framan 51 sm. (efnisbreiddin). Beinn niður, boga- dreginn að neðan. L. að aftan 83, en framan 68 sm. Melétinn og bættur. Frá s. st. 6569. ín/i Skimarskál úr messing með óvenjulegri lögun; þverm, um barma 28,5 sm. og breidd þeirra að eins 1,5 sm., en hæðin er 8,5 sm. Skálin fláir dálítið, er viðari efst en neðst. Á barma eru settir smákrossar með stimpli og á botni er drifin mynd af boðun Maríu; þverm. 17 sm. Umhverfis hana eru stimpluð smálauf í kranz og í beygjunni þar sem mætast botn og hliðar umhverfis eru drifnir belgir eða blöð og er alt þetta verk fremur algengt; lík mynd af boðun Maríu er t. d. á skírnar- fatinu nr. 3533, frá Hvammskirkju i Norðurárdal, og á 3 skirnarfötum í Vídalínssafni. María krýpur við bæna- púlt, sem er með rósóttum dúk yflr og bók á Engill- inn, Gabríel, krýpur fyrir aftan hana, vinstra megin á myndinni; bann heldur upp hægri hendi til blessunar, og samkv. Lúk. I., 28. v., ávarpar hana með kveðju

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.