Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 21
21 nefnilega fána Jörgens Jiirgensens, er liann fyrirskipaði við stjórnar- byltinguna 26. júní 1809; sá fáni var blár með 3 hvítum þorskum i efra stangarhorni. Einungis er það einkennilegt, að hann skyldi hafa fánann þannig frábrugðinn skjaldarmerkinu, að hafa grunnlit- inn bláan, í staðinn fyrir að hafa hann rauðan, og að hafa þorsk- myndirnar 3; hefir það máske verið af því, að ljónin eru 3 í skjald- armerki Danmerkur. Bláa litinn kann hann að hafa haft í stað þess rauða vegna þess, að menn hafi bent honum á það, að sá litur væri þjóðlegri og að það ætti betur við að, fánalitir íslands væru ekki hinir sömu og Danmerkur. En víst mun það mega kalla, að Jtirgensen hefði ekki fyrirskipað þennan fána með þorskmyndunum, ef nokkuð hefði borið á óánægju meðai landsmanna yflr þorskmynd- inni í skjaldarmerki landsins. Oánægjunnar yfir þorskinum í skjald- armerkinu verður ekki vart, svo kunnugt sé, fyr en Sigurður mál- ari Guðmundsson vakti hana upp skömmu eftir 1870. Hann hafði mikinn áhuga á að rannsaka gömul íslenzk ættaskjaldmerki og dró þau upp mörg með litum á pappaskildi, sem munu hafa verið notaðir hér við ýms hátíðahöld innanhúss; þessir skildir tilheyra nú Þjóðmenjasafninu. Við þessar athuganir hans hefir að líkindum vaknað sú hugmynd hjá honum, að hið forna skjaldarmerki lands- ins væri óviðeigandi, væri vegna þorskmyndarinnar lireinasta háðs- merki fyrir land og lýð. Meðal þeirra ættaskjaidmerkja, er hann dró upp, var merki Hauks lögmanns Erlendssonar, gert eftir innsigli hans, og er það með »hauk«; annað dró hann upp með hvítum fálka á bláum feldi; það var samkvæmt gamalli sögu (og vísu að nokkru leyti) merki Lofts ríka, eftir að hann hafði verið herraður, og síðan ættmanna hans. Þjóðarforinginn Jón Sigurðsson hafði sama skjaldarmerki á innsigli sínu, sem enn er til í menjasafni hans. Þetta merki var »heraldi8kt«, fallegt, vel viðeigandi fyrir íslendinga, þar sem þessi hvíti fálki var alíslenzkur og kendur af náttúrufræðingunum við Ísland (falco islandicus); hann var ólíkt göfugra dýr og því líka göfugra skjaldarmerki en þorskur, — ofan í kaupið harðfiskur, haus- laus og flattur! Hugmyndin um að fá gerða breytingu á þessu vaknaði eðlilega, og mönnum fanst hugmyndin ágæt. Hún kom fram á breytingaöld, þegar frelsisþráin var óðum að lifna og frelsið að aukast. Þetta var tilfinningamál og enginn athugaði hvern rjett hið forna skjaldarmerki landsins hafði á sér, — né heldur hvern rétt hið forna fálkamerki hafði á sér sem ættarmerki, — því að enginn var hér verulegur skjaldmerkjafræðingur. Svo vaknaði hugmyndin um að hafa sérstakan fána fyrir ís-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.