Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 64
64
6655. 13/6
6656. w/e
6657. —
6658. —
6659. -
6660. —
sm. Stimpill smiðsins neðan á botninum með 3 turn-
um og E L B yfir en ártal 1764 undir. Dönsk að
uppruua.
Reiðaskjöldur úr látúni, kringlóttur, þverm. 8,4 sm.,
dálitið hvelfdur og hnappur á miðju, þverm. 1,8 sm.
Allur grafinn að ofan, í miðju eru lijörtur, ljón og liund-
ur á hlaupum í skógi, — vefjast í greinum; en um-
hverfis við röndina er letrað með latínuleturs-upphafs-
stöfum: RIDTV VARLEGA DRECKTV SPARLEGA
DAVDINN KEMVR SNARLIGA. Á hnappinum eru
samandregnir stafir: T G S og N, og I og D rétt hjá;
A virðist og standa þar óglögt; máske upphafsstafir
hjóna og »á«. — Sagður fundinn í flagi fyrir 2 árum.
Frá 17. öld.
Upphlutur úr svörtu klæði, fóðraður með smáköflóttu
sirzi, bryddur með rauðu flúneli, og neðanvið hann er
fest svörtum »shirtingi« (lérefti); á öxlum og baki eru
kniplingar úr silki og silfurvír; á boðöngum er svart
fluél og baldíruð blóm í með margvíslega litu silki og
vír. Á hvorum barmi hafa verið 4 millur, en þær eru
nú af. L. um mittið 67 sm., hæð barma 14 og miðbaks
22 sm. Hlýrarnir hafa verið lengdir, eru nú 30 sm.
Beizliskúla úr látúni, kringlótt, þverm. 6,8 sm. Hvelfd
i miðju og er þar á mynd af vængjuðum sveini, er
svífur eftir hafinu á einhverri kynjafleytu, höi’pudiski
eða skel, með ormstrjónu á. Umhverfis eru stafirnir
D-H-E-S B-M-D D R V-K-M 0 M-Y, og verða þeir ekki
ráðnir að svo stöddu. Sýnilega útlent verk, líklega
frá 17. öld.
Sálmabók, prentuð á Hólum 1772, Höfuðgreina-bókin
svonefnda, eginlega »Þeirrar Islendsku Psalma-Bookar
Sijdari Partur«, eins og stendur á fyrra titilblaðinu (sem
hér er sett aftar í þetta eintak); fyrri parturinn er
Flokkabókin svonefnda. Bókin er heil, bundin i al-
skinnsband með blómum og bekkjum þryktum í skinnið
á spjöldum og kili. Látúnspensl grafin eru á.
Olafur Rósenkranz, leikfimiskennari í Reykjavík: Byssu-
kúla úr járni, hnöttótt, þverm. 2,4 sm. Fundin fyrir
vestan bæ hér.
Magnús Gíslason, skósmiður í Reykjavík: Sinnepsskeið