Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 48
48 114.5 sm. og er enginn fótur undir. fíann er að lík- indum danskur og frá síðari liluta 18. aldar. Hann er frá Gufudalskirkju og hefir hún fengið hann á milli 1761 og 1775; hið síðarnefnda ár er hans getið í vísi- tazíu byskups. 6571. Skírnarfcit úr messing með algengu lagi, grunt, hæð 3 sm., kringlótt, þverm. 39,6 sm., barmbreidd um 5 sm., og eru slegin (stimpluð) smáblóm á barmana yzt um- hverfis. Á miðjum botni er blaða- (eða belgja-) kranz með upphleyptu verki og hringur umhverfis, þverm. 16.5 sm., en umhverfis hann er leturhringur, sama »áletrunin» óráðanleg, sett 4 sinnum og 11 stafir í hverjum kafla, en auk þess er á einum stað fylt upp í hringinn með 2 fyrstu stöfunum1). Rósastrengur fylgir fyrir utan línuna umhverfis og eru báðir gerðir í einu með sama stimpli, hver leturkafli og meðfylgjandi rósa- strengskafli. Á milli botns og barma er bryggja og eru í hana slegnir belgir eða blöð í kranz umhverfis. Fatið er mjög líkt nr. 3569, sem er frá Árbæjarkirkju í Holt- um, og 2 fötum i Vídalínssafni2). Sennilega eru þessi föt frá 16. öld og eru þýzk; líklega ekki ætluð til að vera skírnarföt. 6572. — Kórbjalla, steypt úr kopar, þverm. neðst 17 sm. um barma (slaghring) að utanmáli, en um 13 sm. að þverm. neðst að innan, því að barmarnir flá mjög; kápan (kroppurinn) er nær þvi bein upp, 1. 8,5 sm., þverm. 9,4—12 sm. Typpi (hæð 5,2 sm.) er upp úr hettunni, og gat í gegn. Hæðin er alls 19,5 sm. Lögunin er fornleg og mun bjallan vera frá miðöldunum. Hún er fremur illa steypt, holótt, götótt og rifin; þyktin er um 3 sm, þyngdin 2500 gr. Kólfurinn er úr. Fleiri slíkar bjöllur eru til í kirkjum hér á landi enn. 6573. — Paxspjald útskorið úr furu, ferhyrnt, 1. (hæð) 27,5 sm., br. efst 17, neðst 17,8 sm.; er negldur á listi neðst, þversum, líklega til styrktar, og er ef til vill ekki upp- runalegt verk á því smíði. Mun Bpjaldið hafa verið ‘). Viðv. þessum „áletrunmn11 á skirnarfötum þessum og þvílíkum sjá H. Otte, Kirchl. Kunst-Archaol. I, 484—35; stafagerðin á þessu fati er eins og á myndinni 229 þar, en röðin er önnur og stafirnir fleiri. 2) Ennfr. 6686 hér á eftir og fati frá Njarðyíkurkirkju i Norðurmúlasýslu, sem siðar er komið til safnsins.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.