Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 74
74
6711. s/10
6712. —
6713. »/10
6714. —
6715. —
6716. m/io
frá fyrri hluta 18. aldar og gerð í Fritzoe steypu í
Noregi.1)
Sami: Ofnplata, virðist vera botnplata, 1. 100 sm., br.
37,5 sm. — Kringlótt gat við afturenda, 11,5 sm. að
þverm.
Valdemar Paulsen steypari í Reykjavík: Ofnplata, hlið-
arplata úr »bíleggjara«, br. 73 sm, h. 72 sm. Eins og
nr. 5703, með upphækkaðri mynd af vopnasmið, sem er
að slá hjálm á steðja fyrir framan aflinn. — Blóm i
skelstíl við vinstri röndina. — Brotið er úr ytra horn-
inu að neðan. — Líklega frá Fritzoe steypu í Noregi
og frá síðari hluta 18. aldar.
Hœrupóki 1. 84 sm., samanlagður 65 sm. að br.; 8 horn-
sylgjur við opið, sem er faldað, brotið innaf. Röndóttur
með ljósum, mórauðum og brúnum röndum upp og ofan.
Ofinn úr faxhári. Nýr; gerður í Teigi í Fljótshlíð. Sbr.
nr. 6078.
Lysislampi úr kopar með óvenju-víðum kúlum, nefsmá-
um; þverm. 8 sm., en neflð 3,4 sm. að 1. og 2,9 að br.
efst. Undirkúlan er þynnri en hin, miklu ellilegri og
harla fornleg. Upphöld, stíll og festi er alt yngra og að
sumu leyti gert úr útlendum hlutum. Svo virðist sem
hin upprunalegu upphöld (eða skaft?) á undirkúlunni
hafi ekki verið beint á móti nefinu, en nokkuð til hliðar.
Koparstjaki rendur, hæð 25,5 sm., þverm. stéttar 12,5
sm. Kertiskrans með hólk settur í pípuna. Líklega frá
18. öld.
Altari smiðað úr furu, h. 99 sm., br. 97 sm., dýpt 61,7
sm. Framhlið heil, samansett spjald í umgjörð, en ijúka
má upp altarinu að ofan eins og kistu og er lok það
41 sm. að breidd, Lokið og framhliðin hafa verið skraut-
lega máluð, en sú málning er nú að mestu leyti af.
Hefir þetta átt að líta svo út sem dúkur væri á altar-
inu með útsaumaðri brún, — með 7 manna-(postula)-
myndum og kögri, og með altarisstólum, er á væru
saumaðar guðspjallamannamyndir — virðast, þær hafa
verið málaðar á umgjörðina beggja vegna. — Spjaldið
virðist hafa átt að líta út sem altarisklæði með íofnum
blómum með dökkum lit og ásaumuðum krossi, er verið
‘) Sbr. Harry Fett: Gramle norske ovne, bls. 77—78.