Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 31
31 Hitt drykkjarhornið er nú í listiðnaðarsafninu i Kristjaniu og hefir verið í Noregi um 300 ár. Það er silfurbúið, með loki og á fæti úr silfri, og stikillinn er búinn silfri. Mun sá silfurbúnaður allur vera eftir silfursmið, er var i Kaupmannahöfn á síðari hluta 16. aldar, að því er ráða má af stimpli þeim, sem á er settur'). Á fæt- inum að neðan eru nöfn norskra hjóna og ártalið 1619. Á hólkinum, sem er utan um mitt hornið, er grafið skjaldarmerki Eggerts lögmanns Hannessonar og þeirra feðga (hálfur cinhyrningur í blám feldi) og sömuleiðis er upp úr lokinu i typpis stað settur einhyrningur* *). Bendir þetta ótvírætt á að Eggert lögmaður hafi látið búa hornið; hann var samtímamaður gullsmiðsins, sem gerði það; hann var oft utanlands, og alt af frá þvi 1580, er hann var búsettur í Hamborg (d. þar um 1585). Hvernig það hafi komist svo bráðlega úr ætt hans og til Noregs er óvíst að svo stöddu. Þó eru mestar líkur til þess, að því hafi verið rænt frá honum í Saurbæ 1579,3) er hinir útlendu ræningjar (hval- veiðamenn) tóku hann höndura, rændu öllu verðmætu, sem þeir fundu á bænum og létu hann svo leysa sig út með silfri og pen- ingum. Skipstjórinn hét William Smidt, en Jon Nesten hét sá, er forustu hafði fyrir þeim flokki, er ránið framdi, og mun hann hafa verið austmaður; er Nesten bæjarnafn í Noregi. Kann hann hafa staðið í sambandi við það, að hornið er til Noregs komið 1619, 40 árum síðar, og að líkindum fyr. Sú saga hefir lengi fylgt því, að norðmaður einn, Víkingur kallaður, er á að hafa verið hermaður i Danmörku, hafi rænt því þar. Var hann frá Hafási í Harðangri, en þaðan gekk það að erfðum að bæ þeim er nú kallast Velken, og kenna Norðmenn það síðan við þann bæ (»Velkjenshodne«). Hornið er að vídd um opið 7 cm. og er þvermál loksins 8 cm.; það er 16 cm. að hæð, 32 cm. að lengd að utan, en 20 cm. að innan(aftan). Hornið er alt útskorið og skiftist útskurðurinn í 5 kafia. Efst er að framan krossfestingarmynd með Jóhannesi og Maríu við kross- inn, en að aftan er mynd Maríu með sveininn Jesú og er Mikael erkiengill annarsvegar við hana en Olafur konungur helgi hins vegar. — Þá er kafli með rósaflúri í íslenzkum stíl. Þai næst er *) AE, Aegidius Loidt; sbr. Berub. Olsen, De kjöben. Guldsm. Mærker, nr. 7. — Einar Lexow, sem nú er umsjónarmaður með Björgvinjar-safninu, en var áður við listiðnaðarsafnið í Kristjaníu, tók manna fyrstur eftir þessu. Hann lét og fyrst- ur i ljós, að hornið sjálft væri íslenzkt að uppruna. J) Á þetta benti manna fyrstur A. W. Basch, aðstoðarmaður i rikisskjalasafn- inu i Kristjaniu. *) Sjá um ránið F. Joh. Hist. eccl. III, 79 og 133—37, og B. Ben. Sýslum.æfir n, 42-47 og IV, 106-108.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.