Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 1
KRISTJÁN ELDJÁRN
FORN ÚTSKURÐUR FRÁ HÓLUM
1 EYJAFIRÐI
1
Haustið 1966 eignaðist Þjóðminjasafn fslands enn eina fjöl úr
Eyjafirði með fornum útskurði, til viðbótar þeim, sem þa'ð átti fyrir
úr sama héraði. I ágúst þá um sumarið mætti ég Herði Ágústssyni
listmálara á götu á Akureyri, og skýrði hann mér þá frá því, að hann
hefði undanfarið dvalizt að Hólum í Eyjafirði við að mæla upp gamla
bæinn þar, sem enn stendur að verulegu leyti, og vantar raunar ekk-
ert nema baðstofuna, sem rifin hefur verið fyrir alllöngu. Sagði Hörð-
ur mér, að hann hefði séð í þekju eins af húsunum fjöl með útskurði,
sem hann sæi ekki betur en væri sama kyns og á Möðrufellsfjölunum,
sem alþekktar eru og lengi hafa verið hér í Þjóðminjasafninu.
Eins og að líkum lætur þóttu mér þetta mikil tíðindi, því að mað-
ur á þess nú orðið litla von, að merkilegir fornir húsaviðir komi í
leitirnar. Ég brá því vi'ð samstundis og hélt fram í Hóla. Sú jörð ligg-
ur framarlega í Eyjafjarðardalnum, kirkjustaður frá fornu fari og
enn á vorum dögum. Þetta er vildisjörð og hefur ætíð verið hátt
metin, enda er bærinn þar mjög vel húsaður, og að sögn Harðar
eru í honum margir fornir húsaviðir, þótt hann sé að líkindum allur
frá 19. öld í sinni núverandi mynd. Bærinn er enn stæðilegur og vel
um hann hugsað af ábúendum, þótt ekki sé búið í honum lengur. Væri
að sjálfsögðu rétt, að hann yrði ekki rifinn, enda stendur það ekki
til af ábúenda hálfu, og bezt að hann kæmist undir opinbera forn-
leifavörzlu, annáðhvort undir eftirliti Þjóðminjasafnsins eða Minja-
safnsins á Akureyri.
Mér var vel tekið í Hólum af eiganda jarðarinnar, frú Geirlaugu
Jónsdóttur, og syni hennar Ólafi Jónssyni. Vísuðu þau mér á hina
umræddu fjöl. Fjórir eru stafnar á bænum í Hólum (1. mynd).
Nyrzt þeirra húsa er skemma, mikil og voldug, og segir Hörður
Ágústsson þar vera að finna einhverja gildustu viði, sem hann hafi