Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 2
6
ÁRBÓK FORNLEIFAFELAGSINS
1. mynd. Bœrinn í Hólum í Eyjafiröi, skemman lengst til vinstri. Ljósmynd Höröur
Ágústsson. — The old farm at Hólar.
séð í gömlu húsi hér á landi, og margir eru þar viðir mjög fornlegir
Fyrir nokkrum árum var farið að nota skemmuna fyrir fjós, og var
þá gert við hana nokkuð, meðal annars var þekjan gerð upp, og liggja
gamlar fjalir sem þétt árefti á langböndum. Ein þeirra var útskorna
fjölin, og var endinn með útskurðinum alveg uppi í kverk (2. mynd).
Sagði Ólafur bóndi mér, áð hann hefði tekið eftir útskurðinum, þegar
þekjan var gerð upp fyrir nokkrum árum, og hefði sér flogið í hug
að setja hana ekki í þakið aftur, þótt hann svo gerði það þegar til
kom. En ef ég hef tekið rétt eftir, vissi Hólafólk ekki áður, að þessi
fjöl var 1 bænum. Hefur hún því sjálfsagt verið einhvers staðar þar
í árefti sem ekkert bar á henni, sennilega þá í hinni sömu skemmu,
en svo hefur hún komið í ljós við raskið, sem fylgdi því, er húsið var
gert upp.
Ég sá þegar í stað, áð á fjöl þessari var forn útskurður og að Herði
hafði ekki missýnzt um gildi hennar. Færði ég í tal við húsráðendur
og áréttaði síðar í bréfi, að gripur sem þessi ætti heima í Þjóðminja-
safninu, og var því máli vel tekið. Ekki var þó hægt að snúast við
því þegar í stað að losa fjölina úr harðgróinni þykkri þekjunni, en