Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. mynd. Neösti hluti fjögurra Möðrufellsfjala. — Lower end of
four Möðrufell panels.
stofninn mjókkað jafnt og þétt upp eftir og endað í tiltölulega mjórri
spíru efst. Toppmunstrin eru öll samhverf, en annars eru að minnsta
kosti þrjú mismunandi afbrigði. Upphleypti stofninn breikkar niður
eftir og endar með því að hann tekur yfir fulla breidd fjalarinnar.
Þetta einkenniMöðrufellsfjala nægir til þess, að manni verður þegar í
stað hugsað til þeirra, þegar maður sér Hólaf j ölina. Skyldleikinn er al-
veg auglj ós. Hér við bætist svo, að neðst á Möðrufellsf j ölunum, svo sem
við rætur þess stofns, sem rennur upp eftir f jölunum, er grafið skraut-
verk, flatskurður mjög með sömu aðferð gerður og skurðverki'ð, sem
prýðir Hólaf j ölina og fyrir er komið á sama stað á henni, á rótum stofns-
ins eða við þær. Samsvörunin í fyrirkomulagi skrautverksins er algjör.
Til að spara fyrirhöfn leyfi ég mér að taka lýsingu mína á skurð-
verki Möðrufellsfjala upp úr Kumlum og haugfé (bls. 401—404)
orðrétta: „Það sem fyrst vekur athygli er það, að hvergi vottar fyrir
dýraskrauti, hvorki bendildýri né eðlilegu stóru dýri, og ekkert bend-
ir til þess, að slíkt skrautverk hafi verið á þeim hlutum fjalanna, sem
glatáðir eru. Skrautverkið er eingöngu sett saman af brugðnum blöðk-
um og greinum, og þar sem lausir endar verða, eru þeir allir sveigðir
eða lítið eitt uppvafðir. Sums staðar eru stórir sniglar meginþáttur