Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 14
18
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vill hún svo draga þá ályktun, að útskurðurinn á Möðrufellsf j ölunum
sé líklega frá því eftir miðja 11. öld. Sér hún þá reyndar, að það
stangast á við almenna tímasetningu
yngri Jalangursstíls á Norðuriöndum,
ef réttmætt er að lesa hann út úr skurð-
inum, en hún brúar bilið með því að
telja líklegt, að gömul stílatriði kunni
þá þegar að hafa haft tilhneigingu til að
geymast lengur á fslandi en í nágranna-
löndunum sökum einangrunar landsins.
Ég gæti bezt trúað, að frú Mageroy sé
hér á réttri braut og ég hafi talið fjal-
irnar óþarflega gamlar af stílsögulegum
ástæðum. Og samt er hér í rauninni
mjótt á munum. Fjarri lagi getum við
ekki verið, ef við segjum, að Möðrufells-
fjalir séu frá um miöja 11. öld, það er á
þeim ótvíræður 11. aldar svipur, en vafa-
samt er, hvort nokkurn tíma verður
hægt að raða minjum þessa tíma í ald-
ursröð eftir stíllegum tilbrigðum, svo að
öruggt sé, þótt sjálfsagt sé að reyna að
komast eins nærri því og mögulegt er.
En þegar greina skal aldursmun, sem
ekki einu sinni nær meðalmannsævi,
hljóta efasemdir að kvikna. Við látum
því þessa ættfærslu og aldursgreiningu
Möðrufellsfjala nægja í bili.
Nú skal aftur vikið að fjölinni frá
Hólum. Áður hefur verið frá því skýrt,
hversu fyrirkomulag allt er nauðalíkt
og á Möðrufellsfjölunum, svo að ekki get-
ur farið á milli mála, að um náinn skyld-
leika er að ræða. Ef við lítum á fiat-
skurðinn einan og sér í lagi, hljótum
við að telja hann í Hringaríkisstíl. Blöð-
in tvö, sem mest ber á og teygja sig upp
eftir fjölinni og hneigja höfuð hvort að öðru, taka af tvímæli um þáð.
Sérstaklega er vert að veita athygli hakinu eða hæklinum, sem er aft-
an á báðum þessum blöðum. Þetta sérkennilega atriði er algengt 1
S. mynd. Ein af Flatatungufjöl-
unum með hreinum Itringaríkis-
stil. —• One of the Flatatmiga
panels decorated in pure Ringe-
rike style.