Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 16
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
9. mynd. Rista á sænskum myndsteini ffrá Söderby,
BotkyrJca sókn). Hér tekin eftir E. M. Mageray i
Viking 1953. — Carving on a Swedisli runestone from
the líth century.
öðru lagi — og þetta er reyndar skylt hinu atriðinu — er upphleyp-
ingin miklu meiri og lætur að því skapi meira að sér kveða, og um
leið er það frábrugðið, hvernig upphleypingin er fengin, þar sem
grunnur Möðrufellsfjala er flatur, í einum fleti, en á Hólafjölinni hall-
ar frá brúnum inn að upphleypta stofninum. í þriðja lagi er svo það,
sem eftirtektarverðast er, en það er strikunin, sem áður var lýst, bæði
á brúnum fjalarinnar og á brúnum stofnsins. Að vísu er strikun ekki
óþekkt á Möðrufellsfjölunum, þótt engin muni hafa haft orð á því
áður eða jafnvel tekið eftir því. En hún sést á a. m. k. fjórum fjölum,
þegar borið er að þeim hagstætt hliðarlj ós, mj ög greinilega á þremur,