Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 17
FORN ÚTSKURÐUR FRÁ HÓLUM I EYJAFIRÐI
21
10. mynd. Þrjú skreyti, sem bera má saman viö skroytiö á Hólafjölinni. Efst til
vinstri rista á hlut úr lijartarhorni, sem fannst viö austurströnd Sjálands. Hin dæmin
eru af sænskum rúnasteinum. öll dœmin hér tekin eftir E. M. Magerey i Viking 1953.
— Danish and Swedish carvings shovnng affinity to the Hólar decoration.
nefnilega Þjms. 6069 a—c, en óverulegur vottur á einni, Þjms. 7015
h. Þessi strikun er þannig, aS 1 sm frá brúnum fjalanna báðum megin
er 2 sm breitt far eins og mjög grunn lögg, ekki meira en 1 mm a'ð
dýpt, enn fullgreinileg samt. Þetta er sjálfsagt gert með skafa eða
hóndraga eða lokri, eða hvað áhaldið hefur verið nefnt, og sama er
áð segja um strikið á Hólafjölinni, en það er bara allt öðru vísi en
á Möðrufellsfjölunum og miklu margbrotnara. Auk þess er það bæði
á brúnum fjalanna og á brúnum upphækkaða stofnsins, en á sam-
svarandi stað á Möðrufellsfjölum er ekkert strik. Strikið á Hólafjöl-
inni er eins og strikið, sem sýnt er hvernig gert er á góðri skýringar-
mynd í nýju víkingabókinni, The Viking, London 1966, bls. 190, þ. e.
tvær samhliða skorur og hvelft úr á milli. Ekki þarf að koma á óvart
að finna þessa tiltölulega fullkomnu strikun á hlut frá 11. öld. Strikun
hefur verið alþekkt á víkingaöld, og nægir í því efni að benda á, að