Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 21
JÓN STEFFENSEN
NOKKRIR ÞÆTTIR ÚR MENNINGU HINS
ÍSLENZKA ÞJÓÐFÉLAGS I HEIÐNI
Ilug-myndir manna um þjóðfélagshætti á íslandi í heiðnum sið eru
nokkuð sundurleitar, einkum þær, er lúta að trúarathöfnum. Þetta
stafar af því, að heimildirnar um þetta tímabil í sögu þjóðarinnar
eru fæstar samtímaheimildir, og því er mat manna á gildi þeirra
breytilegt. Það mun vera álit flestra fræðimanna, a'ð ritöld hefjist
ekki hér á landi fyrr en með ritun Hafliðaskrár árið 1117. Allt, sem
gerðist hér fyrir þann tíma, er talið varðveitt í munnlegri geymd,
þar til það var skrásett latínustöfum. Beztu heimildirnar um heiðna
tímann ver'ða því Islendingabók, sem samin er á fyi’ri helmingi 12.
aldar, og Grágás að svo miklu leyti sem unnt er að vinza það úr, sem
einnig hefur verið lög í heiðni. Það er auðveldara að muna kvæ'ði
en óbundið mál, og þessvegna er heimildargildi samtíðarkvæða talið
að sama skapi meira en arfsagna, en talsverður ágreiningur er um
aldur margra kvæða og lausavísna.
Hér verður í aðalatriðum fylgt þeim reglum við mat á heimildum,
er nú hefur verið lýst. Það skal þó tekið fram, a'ð því er til kvæðanna
kemur, að það er ekki gert af því, að ég álíti munnlega geymd heiðinna
kvæða svo miklum mun betri en óbundins máls. Ég er ekki trúaður
á, að langir kvæðaflokkar hafi varðveitzt lengi í kristni tiltölulega
óbrjálaðir í munnlegri geymd, hafi þeir verið ortir í heiðnum hugar-
heimi og síðan komizt á bókfell í kristnu umhverfi á tímum (13.
öld), þegar mörg heiðin hugtök voru örugglega fyrnd og óskiljanleg
skrásetjaranum. Kvæði, sem er orði'ð óskiljanlegt þeim, sem á að
nema það, á sér naumast framtíð í munnlegri geymd. Það, að ég tel
heimildargildi hinna heiðnu kvæða miklu meira en arfsagnanna, bygg-
ist á því, að ég álít, að þorri þeirra hafi varðveitzt á rúnakeflum,
þar til þau voru skráð latínustöfum á bókfell. Og mér þykir líklegt,
að svo hafi einnig verið um kjarna hinna fornu laga. Það skal ekki
farið nánar út í hér, hvað mælir með munnlegri geymd og hva'ð