Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 31
NOKKKIR ÞÆTTIR
35
vi'ð ákvæðið til bráðabirgða. Fáir eru sjálfum sér nægir í öllum efn-
um, svo margir verða að leita aðstoðar annarra í ýmsum aðsteðjandi
vanda, andlegum raunum og sjúkdómum. Það hefur aðallega komið
í hlut konunnar að veita líkn við þessum þrautum í hinu heiðna þjóð-
félagi, og til þess hafa verið notuð heiðin töframeðul, að svo miklu
leyti sem raunhæfar læknisaðgerðir hafa eigi verið tiltækar. Með
kristninni koma kristin töfraráð, sem exorkistar og prestar einir
kunnu, en þeir hafa verið allt of fáliðaðir í fyrstu til að geta veitt
öllum, er með þurftu, slíka þjónustu, og þessvegna hafa verið leyfð
blót í þessu skyni fyrst í stað. Að það hafi verið slík blót, sem undan-
þágan tók til, má ráða af banni kristinna laga þáttar við þeim, því
af öllum heiðnum siðum hefur gengið erfiðlegast áð útrýma þessum
blótum. En um þau segir svo í kristinna laga þætti: „Menn skulu
trúa á einn guð og á helgá menn hans og blóta eigi heiðnar vættir.
Þá blótar hann heiðnar vættir, ef liann signir fé sitt öðrum en guði
eða helgum mönnum hans.“ „Þá fer hann með fjölkynngi, ef hann
kveður það eða kennir, eða lætur kveða að sér eða að fé sínu.“ „Menn
skulu eigi fara méð steina, eða magna þá til þess að binda á menn eða
á fé manna. Ef menn trúa á steina til heilindis sér eða fé, og varðar
fjörbaugsgarð“ (Grágás 1852, I, bls. 22—23).
í sambandi við átrúnað á steina „til heilindis sér“ vil ég benda á
náttúrusteina, er oft hafa fundizt í heiðnum kumlum hér á landi og
mér þykir sennilegast, áð hafi gegnt þessu hlutverki. Kumlin eru:
1) Karlmannskuml hjá Karlsnesi, lítill, glær og ferstrendur steinn,
sem mun hafa verið í pússi mannsins (K. Eldjárn: Kuml og haugíé,
1956, bls. 50—51). 2) Karlmannskuml hjá Austarihóli, geislasteinn
(zeolit) kollóttur, með holum og skorum, mesta haf 2,1 sm. Var til
fóta í gröfinni ásamt 6 eldsteinum (K. Eldjárn. Kuml úr heiðnum sið,
fundin á síðustu árum; Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1965,
bls. 22—33). Sílastaðir, 4 kuml, karlmanns. Steinn hálfglær (eitill
eða holufylling), mun hafa verið í pússi mannsins ásamt fleiri smá-
hlutum (Kuml og haugfé, bls. 140—142). 4) Konukuml hjá Ketils-
stöðum. Dropasteinn, ljósblár og hálfglær, einkennilega líkur manns-
hendi í laginu. Mun hafa verið á hæð við mjaðmir í kumlinu (Kuml
og haugfé, bls. 179—181). 5) Hafurbjarnarstaðir, 1. kuml, konu.
Tveir einkennilegir steinar, annar egglaga, dökkgrár, hinn hvítur
með dökkum blettum, líkur tréskó í laginu. Voru ásamt kambi í
hæð við mjaðmir (Kuml og haugfé, bls. 74—75). 6) Selfoss, 1.
kuml, konu. „Milli hægra mjaðmarbeins og neðstu hryggjarliða var
dálítil hrúga af bláleitu leirkenndu ef'ni, og í því voru nokkrir smá-