Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 33
NOKKRIR ÞÆTTIR
37
var að fara í kumlið endur fyrir löngu og umturna því, er það fannst,
og þá ekki heldur rannsakað af kunnáttumönnum, svo ógerlegt er að
segja um, hvort náttúrusteinar kunni að hafa verið í því. Samkvæmt
skrá Jan Petersens yfir víkingaaldarmuni frá Noregi (Jan Petersen:
Vikingetidens redskaper, Oslo 1951) hafa þar fundizt 9 smátengur
í kvennagröfum frá yngri járnöld, 2 úr bronsi og 7 úr járni, en ekki
getur hann um, til hvers þær voru notaðar. Það er álit margra forn-
fræðinga, að slíkar smátangir (pincets) hafi verið snyrtitæki til að
,,plokka“ augabrýr og annarleg hár, og á það eflaust við í sumum
tilvikum, en ekki í öðrum. Þannig hafa oft fundizt smátengur eins
að gerð og tengurnar úr víkingaaldarkumlunum í klausturrústum
frá miðöldum í Danmörku og Svíþjóð, og þær voru notaðar við læknis-
verk (Vilh. Moller-Christensen: The History of the Forceps, Kbh.
1938, bls. 170—71), eins og ég tel áð þær íslenzku hafi verið. í ofan-
greindu riti Jan Petersens er ekki getið náttúrusteina, og mér er
ekki kunnugt um, að aðrir geti þeirra heldur meðal muna í víkinga-
aldarkumlum á Norðurlöndum. Það má vera, að steinunum hafi ekki
verið veitt athygli í kumlunum eða mér sézt yfir heimildir um þá, en
frá fyrri hluta bronsaldar, einkum í Danmörku, er kunnugt um slíka
steina úr töskum, er bornar voru í mittislinda, og voru þeir þar ásamt
fleira smádóti, þar á meðal smátöngum (E. Lomborg: Troldmands-
tasken, Skalk 1966, nr. 5, bls. 3—8).
Það er svo alkunna, að trú á náttúrusteina var við líði á Norður-
löndum allt fram á síðustu tíma. íslenzkar heimildir greina frá hjá-
trú á ýmsum náttúrusteinum, lausnar-, blóðstemmu-, lyf-, hulins-
hjálms-, óska-, lífsteinum o. fl. (Jónas Jónasson: fslenzkir þjóðhættir,
Reykjavík 1934, 410—411), og er þáð ekkert tiltökumál. Hitt er
meira, að þrátt fyrir bann kristinna laga þáttar við trú á steina, þá
er að finna meðal eigna dómkirkjunnar á Hólum, árin 1525 og 1550,
lausnarstein (Guðbrandur Jónsson: Dómkirkjan á Hólum í Hjalta-
dal, Safn til sögu íslands V, 119—1920, 399—400). Það leikur varla
vafi á því, að steinninn hefur verið notaður við konur í barnsnauð
og að kirkjan hefur þá sjálfsagt fyrir löngu verið búin að leggja
blessun sína á notkun náttúrusteina, ef þeir aðeins voru signaðir
guði eða helgum mönnum hans.