Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 39
NOKKRIR ÞÆTTIR
43
þungar refsingar við slíkum brotum, en sókn til faðernis má ætla
að hafi varðað minnu, meðan útburður barna var leyfður. Með
kristninni verður barnsfaðernissökin áðalatriðið, því á henni veltur,
hverjum ber að sjá um framfærslu barnsins til 16 ára aldurs. Auk
þess sem kirkjan hafði sérstakan áhuga á að vita hið sanna um
faðerni barnsins vegna hinna ströngu ákvæða um sifjaspell, og á
það raunar jafnt við um legorðssakir. Það er líklegt, að í heiðni hafi
framkvæmd mála í sambandi við skírlífisbrot frjálsborinna manna
verið eitthvað á þessa leið: Þegar í stáð, er vitnaðist um skírlífis-
brot, hefur lögráðandi konunnar stefnt sakborningi um legorðssök.
Ef hann viðurkenndi brot sitt og bauð bætur fyrir, hefur væntanlega
oftast verið sætzt á málið og þá á þann veg, að fullar bætur hafi
komið fyrir legorðið, en um barnið fór eftir ástæðum. Faðirinn gat
lagt til, að barnið yrði borið út, er það fæddist, og þar með hafnað
frekari ábyrgð á því. Það var þá á valdi lögráðamanns móðurinnar,
hvort barnið yrði borið út éða alið upp. Ef hið síðara var gert, þá
var barnið algerlega á vegum móðurfólks síns og átti þann rétt, er
fram kemur í eftirfarandi ákvæðum vígslóða: ,,Ef sá maður verður
veginn, er eigi er kominn í ætt að lögum, þótt hann sé kenndur nokk-
orum manni að syni, þá eigu móðurfrændur vígsökina og svo bætur,
enda fer svo erfð“ (Grg. 1852, I, 169). Þetta hefur einnig átt við um
þau launbörn, er fæddust áður en náðist til föðurins, eða ef hann
viðurkenndi ekki barnið, en lögráðandi móðurinnar ákvað, að það
skyldi alið upp. f heiðni voru vafalítið öll börn, er þannig stóð á um,
nefnd óborin. Ef faðir að lausaleiksbarni ákvað að láta bera sér
barnið, er það fæddist, þá handsalaði hann faðerni að því um leið og
sætzt var á legorðssökina, og þetta hefur vafalaust einnig getað orðið
síðar, hafi ekki náðst til föðurins, áður en barnið fæddist, en þá varð
lögráðandi móðurinnar að taka á sig þá áhættu að verða að ala upp
barnið, ef faðirinn neitaði að láta bera sér það.
VIÐBÆTIK
Vi'öurnefni lcvenna í heiöni:
in ljósa (1), brún (1), kolbrún (1), in mikla (1), in digra (1), in
mjóva (1), stöng (1), slækidrengr (1), mosháls (1), rauðkinn (1),
blákinn (1), skeiðarkinn (1), knarrarbringa (1), hringja (1), snúin-
brók (1), elliðaskjöldr (1), katla (1), arnkatla (2), rymgylta (1),