Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 45
MYNDIR AF JÖRUNDI
49
um, t. a. m. hefur slík villa slæðzt inn í Dansk biografisk Leksikon, Kh.
1937, XII. bindi, bls. 183. 1 lok greinarinnar um Jörund er þar vísað
til tveggja mynda af honum í Frederiksborg-safni. í raun réttri voru
báðar þær myndir skráðar á nafn föður hans, þótt menn skiptu seinna
um skoðun, hvað aðra þeirra snerti, eins og lýst hefur verið.
Menn geta nú skemmt sér við að bera myndirnar sarnan og reynt að
finna svipmót með þeim. Povl Eller telur samanburðinn ekki gefa
tilefni til sérstakra efasemda og finnst myndirnar gætu vel verið
af sama manni. Er þetta hér með lagt undir dóm lesenda.
Það ætti að vera meinlaust að gefa ímyndunaraflinu lausan taum-
inn um stund og gera sér nokkra hugmynd um manninn af svip hans
og yfirbragði á þessum tveimur myndum.
Málverk Eckersbergs( ?) sýnir glæsilegan æskumann með óbugað
sjálfstraust, kannski nokkuð drambsaman og ófyrirleitinn. Þessi mað-
ur er sýnilega staðráðinn í að komast til mikilla metorða og vís til
að víla ekki fyrir sér smámuni til að ná takmarki sínu. Þessi Jörund-
ur komst þó aldrei lengra en svo að verða „hæstráðandi til sjós og
lands“ á afskekktu eylandi nokkrar vikur, en var síðan hrakinn frá
völdum við lítinn orðstír. Einhvers staðar leyndist brestur í skapgerð-
inni, sem glöggir menn sjá ef til vill votta fyrir í einhverjum and-
litsdrætti.
Sá Jörundur, sem birtist á skopmyndinni, er allt annar. Það er
máður, sem hefur að vísu beðið mikinn ósigur, en tekið þann kost
að snúa vonbrigðum sínum upp í spotzka sjálfsspeglun til að slá vopn-
in úr höndum háðfuglanna; hér er drottinssviki með geislabaug um
höfuð, sjóræningi með friðartákn í hendi, sjálfur hundadagakóngur-
inn, þessi tragíkómíska persóna, lifandi kominn.
4