Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 46
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
BEINAGRINDUR OG BÓKARSPENNSLI
Sumarið 1939 efndu norrænir fornleifafræðingar til sameiginlegra
rannsókna á fornum bæjarrústum og öðrum mannvistarleifum í Þjórs-
árdal, og mun kunnastur uppgröfturinn á Stöng, sem framkvæmdur
var af danska fornleifafræðingnum Aage Roussell og Kristjáni Eld-
járn, núv. þjóðminjaverði.
Meðal þess, sem rannsakað var í dalnum þetta sumar, var bærinn
og kirkjugarðurinn að Skeljastöðum. Stjórnaði þáverandi þjóðminja-
vörður, Matthías Þórðarson, uppgreftinum, en Jón Steffensen prófess-
or rannsakaði bein þau, sem grafin voru upp úr kirkjugarðinum.
Um Þjórsárdalsrannsóknirnar var skrifað mikið rit, Forntida gárdar
i Island, sem út kom hjá Munksgaard í Kaupmannahöfn 1943.
Ég tók þátt í þessum Þjórsárdalsrannsóknum sem jarðfræðingur,
og var tilgangurinn einkum sá að reyna að beita öskutímatali eða
tefrókrónólógíu til að tímasetja eyðingu dalsins, en sú rannsóknar-
aðferð var þá á byrjunarstigi. 1 ritgerð þeirri, sem ég birti um þetta
efni í Forntida gárdar, og í doktorsritgerð minni, Tefrokronologiska
studier pá Island, sem kom út ári síðar, hélt ég eindregið fram þeirri
skoðun, að byggðina í Þjórsárdalnum hefði tekið af í Heklugosi, og
að það hefði verið Heklugosi'ð árið 1300. Höfuðröksemdin var sú, að
samkvæmt áreiðanlegri samtímaheimild, Lögmannsannál síra Einars
Hafliðasonar, lagði öskuna lir þessu Heklugosi yfir Norðurland, allt
vestur á Vatnsskarð, en í Þjórsárdal fann ég sumarið 1939 aðeins eitt
vikurlag úr Heklu á milli 1693-vikursins og landnáms, og það var það
ljósa lag, sem fyllti bæjarrústirnar í Stöng og víðar. Þessari tíma-
setningu minni var kröftuglega mótmælt af þeim prófessorunum
Ólafi Lárussyni og Jóni Steffensen. I ritgerðinni Eyðing Þjórsárdals,
sem birtist í Skírni 1940, hélt Ólafur Lárusson því fram, að Þjórsár-
dalur myndi hafa farið í eyði um miðja 11. öld og myndi það einkum
hafa verið vegna harðinda, að bændur flosnuðu upp í afdal þessum,