Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 47
BEINAGRINDUR OG BÖKARSPENNSLI
51
Kirkjugarðurinn á Skeljastöóum. meöan veriö var aö grafa hann upp árið 1939.
Ljósm.: Sig. Þórarinsson. — The churchyard at Skeljastaöir during axcavation.
en annálar geta harðinda mikilla um miðbik aldarinnar (óöld í
kristni). Meðal þeirra raka, sem prófessor Ólafur færði fyrir skoðun
sinni, voru þau, að ekki hefðu nema rúmlega 60 manns verið grafnir
í Skeljastaðakirkjugarði og sýndi það, að kristin byggð hefði vart
verið við líði nema um hálfa öld í dalnum.
f ritgerð sinni í Forntida gárdar lagðist prófessor Jón Steffensen
mjög á sveif með Ólafi Lárussyni. Samkvæmt nákvæmum rannsókn-
um hans fundust alls bein úr 66 beinagrindum í Skeljastaðakirkju-
garði, og eru þá meðtalin bein úr þremur beinagrindum, sem tekin
voru þar 1931 og varðveitt voru á Þjóðminjasafninu. 59 beinagrindur
voru úr fólki tvítugu eða eldra.
f ritgerð sinni birti Steffensen útreikninga miðaða við líklega íbúa-
tölu í dalnum í kristni og dánartölu fólks tvítugs og eldri og komst
að þeirri niðurstöðu, að enda þótt gert væri ráð fyrir, að allt áð 70
manns tvítugir og eldri hefðu verið grafnir þar, sem væri frekar of-
en vanreiknað, hafi kristin byggð ekki verið þar nema um hálfa öld.
(Forntida gárdar, bls. 231—234).
í karpi mínu við þá Ólaf og Jón um tímasetningu eyðingar dalsins