Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 52
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Það, sem hér hefur verið frá g'reint, hefi ég að langmestu leyti eftir
Kjartani Péturssyni sjálfum, og kann ég honum miklar þakkir fyrir
þessar mikilsverðu upplýsingar, sem hann lét mér góðfúslega í té til
birtingar. Er hér vissulega betra seint en aldrei. En sá, sem kom mér
í samband við Kjartan, var sá ameríski háskólamaður, sem gengið
hefur hér undir nafninu Kári Marðarson. Kann sá á mörgu skil, yrkir
á íslenzku eins og fara gerir harðrímuð Ijóð og er með nefið niðri í
mörgu. Fundum okkar bar saman í Rithöfundafélagi Islands, þar sem
við sveitungarnir Benedikt Gíslason og ég kýttum um upphaf byggðar
á Islandi, og bar þá á góma Þjórsárdal og öskulagarannsóknir. En
Kári hafði heyrt Kjartan segja söguna af því þegar leigja átti íbúð-
ina á Sólvallagötu og taldi, að mér myndi þykja fengur að því að
hitta Kjartan — og það fannst mér svo sannarlega. Hefi ég ekki fundið
ástæðu til að ætla annað en að frásögn hans sé rétt í meginatriðum,
þótt alllangt sé um liðið síðan það gerðist, er hann greinir frá. En
hafi nær 30 beinagrindur verið fjarlægðar sumarið 1935, er fengin
skýring á því, að þær 63 grafir, sem Matthías Þórðarson fann í Skelja-
staðakirkjugarði, voru næstum allar austan kirkjustæðisins í garðin-
um, en Matthías taldi orsökina vera annaðhvort að aðallega hafi verið
grafið í austurhluta garðsins eða að vesturhlutinn hafi eyðilagzt meira
af vindrofi. Koma þessar skýringar Matthíasar, einkum sú síðast-
nefnda, einnig til greina, en líklegt má nú telja, að nokkuð jafnt hafi
verið grafið austan og vestan til í garðinum.
Frásögn Kjartans rennir og stoðum undir tvær af forsendum þeim.
sem prófessor Steffensen byggði á við útreikninga sína á varanleik
kristinnar byggðar í Þjórsárdal, þ. e. a. s. áætlaða íbúatölu og dánar-
tölu.
Þar eð líklegt má nú telja að tala grafinna, tvítugra og eldri, hafi
verið um eða yfir 100, benda sem sé útreikningar Steffensens einnig
til þess, að byggðin hafi farið í eýði nærri aldamótunum 1100. Ber þá
allt orðið að sama brunni.
wald. Vœri þó hugsandi, að próf. Just, sem þá var prófessor i mannfræði og erfða-
fræði í Greifswald, gæti sagt meira um þetta efni. Hann er sagður fyrir nokkrum
árum kominn til Tiibingen. Spennslið, sem þér skrifið um í bréfinu, hlýtur að hafa
verið með eignum Eiðs Kvarans í Greifswald, þegar hann dó. Þær voru geymdar
af bæjarstjórninni eftir andlát hans, en eins og þér vitið skall stríðið á fáum vik-
um eftir dauða hans. Virðist mér efasamt, hvort hlutirnir hafi nokkru sinni
komizt til Islands, þar sem landshornið þetta var hertekið af Rússum 1945“.
Eftir þetta svar virðist vonlitið að fá fyllri svör frá Þýzkalandi um Skeljastaða-
ferðina 1935. Ritstj.