Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 55
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
HAFGERÐINGAR
i.
Japetus Steenstrup er talinn kunnasti náttúrufræðingur Dana á
síðustu öld, þekktur víða um lönd fyrir rannsóknir sínar. Hann var
m. a. forstöðumaður danska náttúrugripasafnsins og prófessor við
Hafnarháskóla í náttúruvísindum. Þó að Steenstrup væri fyrst og
fremst dýrafræðingur, sinnti hann einnig jarðfræði og fornleifa-
fræði og lagði í þeim fræðigreinum margt markvert til mála. Geta má
þess, að 1839—40 var hann á íslandi og fór rannsóknarferðir með
Jónasi Hallgrímssyni. Árið 1871 birtist eftir hann löng ritgerð (52
bls.) í Aarboger for nordisk Oldkyndighed og Historie, en hana
nefndi hann: Hvad er Kongespeilets ,,Havgjerdinger“ ? Mér er ekki
kunnugt um, að um efni þessarar ritgerðar Japetus Steenstrups hafi
nokkru sinni verið fjallað. Ef til vill má telja það til fordildar, að leik-
maður fari nær öld síðar en hún birtist að víkja að henni og reyna að
átta sig á, hvernig þessar rannsóknir hans koma heim við þekkingar-
brot úr íslenzkri sögu. Þó skal þess freistáð og nokkur dæmi nefnd.
Þorsteinn Jónsson í Laufási í Vestmannaeyjum var með kunnustu
formönnum þar undir lok síðustu aldar og nær fjóra tugi þessarar.
Hann var maður greindur vel og athugull, kunni öðrum betur að
fara að sjó og reyndist aflakló. Þorsteinn reit margt, m. a. endur-
minningar sínar. Þegar rætt er um hafgerðingar, verður með engu
móti komizt hjá að vekja athygli á þessari frásögn Þorsteins í endur-
minningum hans:
„Ég man nú ekki daginn, sem atburðurinn skeði, en það var
vorið 1902. Við höfðum ekki róið fyrr en um fótaferð, því veður
fór batnandi. Hægur vindur var á suðaustan. Við vorum við Dýpri-
Mannklakk, sem er 3—4 sjómílur suðaustur af Bjarnarey, og var
afli orðinn hálffermi í bátinn. Hann var nýr færeyingur af stærstu
tegund, sem notuð var þá utan vetrarvertíðar. Var hann afbi'agðs-