Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
henni er einungis varðveitt eitt heilt stef, þar sem hann biður Krist
að beina för sína og halda verndarhendi yfir sér:
Mínar biðk at munka reyni
meinalausan farar beina;
heiðis haldi hárrar foldar
hallar dróttinn yfir mér stalli.
Efni drápunnar er að öðru leyti ókunnugt.1
Guðmundar saga, sem nefnd hefur verið hin elzta, varðveitir frá-
sögn, er snertir hafgerðingar. Þar er greint frá því, er Guðmundur
Arason, er síðar var nefndur hinn góði, heldur í biskupsvígsluför
með kaupmönnum til Noregs, en skip þeirra hrekst fram og aftur
fyrir öllu Norðurlandi. Þeir eru ýmist fyrir norðan Gnúpa eða vestur
á Skagafirði og í annað sinn fyrir norðan Langanes. Loks komast
þeir fyrir Vestfirði, suður fyrir Snæfellsnes og austur fyrir Eyja-
fjöll. Þá gengur á landnyrðingur, svo þá rekur suður allt í haf, þar
til þeir verða varir við Suðureyjar og þekkja, að þeir eru komnir
að eyjum þeim, er Hirtir heita. Þaðan ber þá að írlandi. Þeir sigla
fyrir sunnan það „og hafa storm veðurs, og heyra þeir grunnföll á
alla vega frá sér“. Um síðir bar þá að Skotlandi, en tóku þá sunnan-
veður svo mikið, „að þeir menn sögðu svo, er þar höfðu verið, að
þeir hefðu aldrei komið í jafnstóran sjá sem þá, er þeir sigldu undan
hvarfinu á Skotlandi“. Þá létu þeir reka, og um nóttina ,',heyrðu þeir
menn, er vörð héldu og vöktu, bresti stóra og ógurlegan gný. Þeir
urðu varir við báru mikla, að þeim þótti ráðinn bani sinn, ef hún gengi
að flötu skipinu". En Guðmundur tók helga dóma og gekk út að
borði með þá og blessaði, og fengu menn þá snúið skipinu móti bár-
unni, og er þeir voru á brjósti hennar, hrundi hún öll. Síðan tóku
þeir til segls og sigldu við eitt rif og náðu Suðureyjum í foráttu-
brimi og við mikinn háska. Þaðan gekk ferðin vel til Noregs.2 Höf-
undur sögunnar kallar þennan kafla hennar: Frá hafgerðingum.
í Konungsskuggsjá er hafgerðingum lýst á þessa leið:
„Nú er það enn eitt undur í Grænlandshafi, er ég er eigi fróð-
astur um með hverjum hætti er það er, það kalla menn hafgerð-
ingar. En það er líkast sem allur hafstormur og bárur allar,
þær sem í hafi eru, safnist saman í þrjá staði og gerist af því
þrjár bárur. Þær þrjár gerða (girða) allt haf, svo að menn vita
1 Isl. fornrit IV, bls. 245.
2 Biskupa sögur, Kaupmannahöfn 1858, I, bls. 483—485.