Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 69
GAMLI BÆRINN Á VlÐIVÖLLUM
73
Skemmur á Vlöivöllum, geröar upp úr gömlu nkemmunum, sem stóöu á hlaöinu.
Gísli Jónsson, systursonur Gísla Sigurðssonar. Hélt fólk þetta mik-
illi ræktarsemi við hinn forna bæ, en þrír brunar urðu til að tortima
honum, og fór þar forgörðum einn merkasti torfbær sinnar tíðar.
Þessi bær var að mörgu leyti frábrugðinn öðrum bæjum á þessum
slóðum, einkum þó fyrir það, hve hár og reisulegur hann var og mikið
til hans vandað í hvívetna. Veggir voru háir og mikið grjót í þeim, og
stóðu þeir því vel og snöruðust ekki. Bærinn sneri framhlið til vesturs,
undan brekkunni, eins og tíðast var í Blönduhlíð. Bæjardyr voru á
miðri framhlið og loft yfir. Þær voru 5 álnir á breidd og 9 á lengd.
Dyrnar sjálfar voru á miðju þili, en það var tvöfalt, þ. e. einnig þiljað
að innanverðu. Á hurðinni voru stórar lamir og norðan við dyrnar
lítill gluggi. Yfir dyrum var einnig lítill, aflangur gluggi með þrem-
ur rúðum. Uppi á þilinu var svo 6 rúðu gluggi tilheyrandi bæjardyra-
loftinu.
Bæjardyrnar voru óþiljaðar til hliðar, þar voru aðeins torfvegg-
irnir, en milli bæjardyra og ganga var þil me'ð hurð. í suðaustur-
horni bæjardyranna var stigi upp á loftið, og undir honum var hand-