Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 83
VEIÐITÆKI OG VEIÐIAÐFERÐIR VIÐ MÝVATN
87
Önglarnir voru heimasmíðaðir, sennilegt að það hafi aðeins gjört
valdir smiðir. Um 1910 kynntist ég öldruðum manni, sem notaði slíkan
öngul, og var hann þá orðinn slitinn. En hann hafði ekki trú á að
nota annað, gamli maðurinn.
Sakkan var steypt úr blýi, sívöl, um það bil 1 þumlungur að lengd,
með gati í gegn, sem taumurinn lá í gegnum og í augað á önglinum.
Örlítið bil þurfti að vera milli önguls og sökku, um 2 þumlungar, og
taumurinn þurfti að vera sverari undir sökkunni, svo hún hlypi ekki
upp á tauminn, þó dreginn væri upp.
Dorgin var smíðuð úr horni eins og fyrr var sagt, afturhlutinn
kantáður með hnúð eða hlassi aftast, bogmynduð, og sívalur hinn
hlutinn, sem endaði með örlitlu nefi fremst, en skora þvert yfir það.
Var brugðið kappmellu á tauminn, sem lagðist þá í skoruna, þegar
dýja skyldi. Helzt átti dorgin að vera svo klökk, að örlítið svignaði,
þegar brandan tók. Um miðbik hennar voru boruð tvö smágöt og rek-
inn í þau vír eða einhver harðviður, og var taumurinn undinn upp á
þessa gadda í kross, þegar dorgin var ekki notuð, og önglinum
stungið þar í.
Maðkahornin voru venjulega lambhrútshorn eða hluti af þeim,
méð trébotni og trétappa, og fleiri smáílát voru notuð. En aðallega
var maðkurinn geymdur í sokkfitinni. Ytri sokkarnir náðu upp að
hné. Var brotið ofan á þá, þegar komið var á ísinn og hellt í brotið
nokkrum möðkum í senn. Var þá fljótlegt að grípa til þeirra þar.
Rétt þykir að greina frá því hér, hvernig þessi maðkur var uppalinn.
Seinnipart sumars var lagt í veitu, sem kallað var. Grafin var smá-
gryfja, um það bil fet á dýpt, ofan í valllendisbala eða aðeins í þurran
jarðveg og látið í liana slóg úr silungi og þess háttar rusl. Byrgt var
yfir gryfjuna að mestu, en þó ekki fyllilega, svo fiskiflugur höfðu
frjálsan aðgang til áð verpa þar eggjum sínum. Undir haustið var
veitan byrgð alveg. Maðkarnir, sem þá eru orðnir þéttir og þriflegir,
skríða út í jörðina um það bil þumlungsþykkt neðan við grasrótina.
Til þess að geta notað maðkinn að vetrarlagi, áður en frost fer úr
jörðu, verður að höggva upp veituna, ná ofan fyrir það sem maðkur-
inn liggur, þíða kögglana og tína maðkinn úr þeim. Hann er þá hvítur
og stinnur, þó legið hafi í frosinni jörð allan veturinn. Ef geyma þurfti
maðkana í horninu lengri tíma að vetrinum, var stráð á þá rúgmjöli,
og virtust þeir þrífast vel á því.
Þegar komið var fram á ísinn, réðu eldri mennirnir því venjulega,
hvert farið var og hvar væru mestar líkur í það og það sinn. Ungling-
urinn var í vandræðum með að velja sér vakarstaði. Þar var mörgum