Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 83

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 83
VEIÐITÆKI OG VEIÐIAÐFERÐIR VIÐ MÝVATN 87 Önglarnir voru heimasmíðaðir, sennilegt að það hafi aðeins gjört valdir smiðir. Um 1910 kynntist ég öldruðum manni, sem notaði slíkan öngul, og var hann þá orðinn slitinn. En hann hafði ekki trú á að nota annað, gamli maðurinn. Sakkan var steypt úr blýi, sívöl, um það bil 1 þumlungur að lengd, með gati í gegn, sem taumurinn lá í gegnum og í augað á önglinum. Örlítið bil þurfti að vera milli önguls og sökku, um 2 þumlungar, og taumurinn þurfti að vera sverari undir sökkunni, svo hún hlypi ekki upp á tauminn, þó dreginn væri upp. Dorgin var smíðuð úr horni eins og fyrr var sagt, afturhlutinn kantáður með hnúð eða hlassi aftast, bogmynduð, og sívalur hinn hlutinn, sem endaði með örlitlu nefi fremst, en skora þvert yfir það. Var brugðið kappmellu á tauminn, sem lagðist þá í skoruna, þegar dýja skyldi. Helzt átti dorgin að vera svo klökk, að örlítið svignaði, þegar brandan tók. Um miðbik hennar voru boruð tvö smágöt og rek- inn í þau vír eða einhver harðviður, og var taumurinn undinn upp á þessa gadda í kross, þegar dorgin var ekki notuð, og önglinum stungið þar í. Maðkahornin voru venjulega lambhrútshorn eða hluti af þeim, méð trébotni og trétappa, og fleiri smáílát voru notuð. En aðallega var maðkurinn geymdur í sokkfitinni. Ytri sokkarnir náðu upp að hné. Var brotið ofan á þá, þegar komið var á ísinn og hellt í brotið nokkrum möðkum í senn. Var þá fljótlegt að grípa til þeirra þar. Rétt þykir að greina frá því hér, hvernig þessi maðkur var uppalinn. Seinnipart sumars var lagt í veitu, sem kallað var. Grafin var smá- gryfja, um það bil fet á dýpt, ofan í valllendisbala eða aðeins í þurran jarðveg og látið í liana slóg úr silungi og þess háttar rusl. Byrgt var yfir gryfjuna að mestu, en þó ekki fyllilega, svo fiskiflugur höfðu frjálsan aðgang til áð verpa þar eggjum sínum. Undir haustið var veitan byrgð alveg. Maðkarnir, sem þá eru orðnir þéttir og þriflegir, skríða út í jörðina um það bil þumlungsþykkt neðan við grasrótina. Til þess að geta notað maðkinn að vetrarlagi, áður en frost fer úr jörðu, verður að höggva upp veituna, ná ofan fyrir það sem maðkur- inn liggur, þíða kögglana og tína maðkinn úr þeim. Hann er þá hvítur og stinnur, þó legið hafi í frosinni jörð allan veturinn. Ef geyma þurfti maðkana í horninu lengri tíma að vetrinum, var stráð á þá rúgmjöli, og virtust þeir þrífast vel á því. Þegar komið var fram á ísinn, réðu eldri mennirnir því venjulega, hvert farið var og hvar væru mestar líkur í það og það sinn. Ungling- urinn var í vandræðum með að velja sér vakarstaði. Þar var mörgum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.