Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 84

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 84
88 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS viðvaning, og jafnvel vönum, vandi á herðum. Þó var það svo, að þeim sem vanir voru gekk betur en viðvaningunum, eins og eðlilegt var, þó ekki hefðu þeir ævinlega heppnina með sér. ísinn var ákaflega misþykkur, t. d. 1—2 fet og gat verið meira, og var þá erfitt fyrir ungling að vaka hann, enda var alsiða, að eldri mennirnir vökuðu fyrir unglingana, svo þeir gætu farið að dýja sem fyrst, einkum ef tekju- von var. Þegar vökin var til, var hið næsta að setjast við hana á skrínuna, vinda ofan af dorginni, beita maðki á öngulinn, 2—3 í fyrsta sinn, færa fram á agnúann, hylja oddinn vel, svo beitan yrði hnött- ótt. Þá var undið ofan af dorginni, þar til sakkan nam við botn. Þá var aftur undið upp á dorgina, svo sakka og öngull lyftust lítið eitt frá botni. Var þáð kallað að taka grunnmál. Síðan mátti fara að dýja. Hversu lengi þarf að bíða, þangað til hún tekur, verður ekki gizkað á, ef til vill verður það 1—2—3—4 beitur, en beita kallaðist sá tími að beitan þvoðist út og hana yrði að endurnýja. Ef til vill tekur hún aldrei þann daginn, eða þann næsta, og dorgarmaðurinn fer heim með fastan öngulinn. En svo gat hún líka staðið undir og gleypt beituna þegar hún kom niður, þó það væri sjaldnar. Alltaf var taláð um hana, eins og hverja aðra persónu, en allir vissu, hver hún var, silungs- brandan. I sambandi við þennna veiðskap voru ýmis orðatiltæki eða jafnvel orðskrípi, sem áttu aðeins þar heima. Hið fyrsta og smæsta, sem dorgarmaðurinn varð fyrir, þegar hann hafði rennt í vökina, var að verða var, það var ef brandan kom við beituna án þess að skemma hana eða sló sporði við tauminn. Hið næsta var að hún nartaði í beit- una og rifnaði út úr; var það kallað að reyta. Þá þurfti að draga upp og endurnýja beituna með einum maðki. Næsta stigið var svo að hún færi á drættinum í vakarhólknum, eða hún rækist í ísinn, en það þótti hinn mesti klaufaskapur. Allt voru þetta hættur, sem vofðu sér- staklega yfir viðvaningnum, en ef hann slapp fram hjá þeim, þá kom hún upp úr, og hafði þá sá losað þann daginn. Ekki var heimilt að fara í annars vök, ef silungur lá við hana eða skrína stóð þar. En væri eigandinn alveg genginn úr henni, þá var það heimilt og kall- aðist að draga úr eigandanum eða gelda hann. Stundum tók aðeins í einn mann, þó fleiri væru í kringum hann. Var þá keppzt við að vaka hann niður eða vaka af honum veiðina, það var að hitta á þá línu, sem bröndurnar virtust koma eftir. Stundum heppnaðist það og stundum ekki. Dorgarganga var sjaldan stunduð mikið framan af vetri, og oftar var það frekar smár silungur, sem þá veiddist. En síðari hluta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.