Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 85
VEIÐITÆKI OG VEIÐIAÐFERÐIR VIÐ MÝVATN
89
vetrar og svo langt fram á vor sem ísinn entist, var hinn eiginlegi
dorgartími. Silungurinn virtist lifna við, þegar straumar komu í
vatnið, og þegar ísinn var orðinn ófær, var farið á byttum fram í ís-
skarirnar, og fengust þar stundum góðar veiðar. Venjulega var það
vænn silungur, sem veiddist í skörum. Talað var um tekjuútlit, þó það
gengi ekki ævinlega eftir, og var það helzt í hlákum og þíðviðri. Ef
snögg veðurbreyting var í aðsigi, mátti búast við, að þær gjörðu
skot einhvers staðar, t. d. á Álum í Hrúteyjarsundi e'ða við Ósbrot,
svo eitthvað sé nefnt. Væri kyrrt og aðgjörðalaust veður, var oftast
lítið um veiði. Var þá helzt að sitja sem lengst í sömu vökinni og
seiSa þær, þó oft yrði langt á milli að þær tækju, jafnvel fleiri beitur.
Frekast voru það eldri menn, sem höfðu þolinmæði til þess.
Sérstaklega var það á þessum dögum í tekjuleysi, að tali'ð er að
glíman hafi verið iðkuð mest á ísnum eða í einhverri eyjunni. Það
hélzt við fram á þessa öld.
Sú trú var á vissum dögum, að þeim fylgdi dorgartekja, t. d. laug-
ardagurinn fyrir pálmasunnudag og páska, miðvikudagur fyrir skír-
dag og sumardagurinn fyrsti. Hvort það hefur ætíð reynzt svo, skal
ósagt látið, en vafalaust hefur það stundum hlotið staðfestingu.
Skrifað 1966.
SUMMARY
Fishing Methods and Fishing Gear at Lake Mývatn,
Northem Iceland.
The author of this article is born 6. 9. 1887. He is a native of the district Mývatns-
sveit in Northern Ieeland and has run the farm Grænavatn for a long period. In
Mývatnssveit the farms are situated round the big Lake Mývatn, the trout fishing
in which has from time immemorial played a fundamental role in the economy
of the settlement. The article contains a detailed description of the fishing methods
used in the author’s youth, or say at the turn of the century, before imported
equipment such as lines, nets, hooks and machine boats were introduced. The
description is based on the author’s own experience and memory, but on some
points he has consulted another farmer who was also familiar with the matter.