Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 90
KRISTJÁN ELDJÁRN
KUMLATÍÐINDI 1966—1967
1. Finnstunga, Bólstaöarhlíöarhreppur,
Austur-Húnavatnssýsla.
Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum hefur skýrt mér frá,
að mannsbeinagrind hafi fundizt í Finnstungulandi sumarið 1927.
Bærinn Finnstunga stendur hátt uppi í brekkum, en vegurinn var
lagður niðri á flatlendinu, það er þjóðvegurinn sem nú er. Suður og
niður frá bæ, alveg niður undir á og vestan vegar var dálítill mel-
kumbaldi, og tóku menn þar möl til vegarins. Þessi hóll er nú horfinn.
1 hólnum fannst mannsbeinagrind, sem steinum var raðað að, að því
er talið'var. Ekki veit Guðmundur til þess, að neitt annað en bein hafi
fundizt. Hyggur hann, að þjóðminjaverði hafi verið gert viðvart,
en ókunnugt er mér, hvort svo hefur verið í raun og veru.
Fundur þessi er ekki merkur, þar sem engan veginn er unnt að
fullyrða, að beinin séu frá fornöld. Það er þó langtum líklegast, þar
sem þetta er svo nærri bæjum, og er hér frá þessu sagt í kumlatíðind-
um, til þess að minningin um fundinn týnist ekki alveg.
2. Brandsstaöir, Bólstaöarhlíöarhreppur,
Austur-Húnavatnssýsla.
Haustið 1965 hófst Sigmar bóndi Ólafsson á Brandsstöðum í Blöndu-
dal handa um byggingu fjárhúss og hlöðu á stað, þar sem engin hús
höfðu áður staðið. Var grafið fyrir undirstöðum veggja með skurð-
gröfu. 1 einum skurðinum fann hann mannabein og hrossbein. Hann
hirti þessar leifar og kom með þær á Þjóðminjasafnið um veturinn,
enda lá þá húsbyggingin niðri til vors.
Hinn 2. maí 1966 átti ég leið norður í Skagafjörð og notáði þá
tækifærið til að skreppa vestur að Brandsstöðum. Með mér var Olov
Isaksson, safnstjóri frá Sundsvall í Svíþjóð, og vorum við staddir á