Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 91
KUMLATlÐINDI
95
Brandsstöðum 3. maí. Farið var að slá upp fyrir húsinu. en við sáum
glöggt hvar skurðurinn hafði farið gegnum hrossgröf, því að hross-
bein komu fram í sárinu. Reyndi ég ögn að grafa, en það kom brátt
í ljós, að frost var ekki farið úr jörðu, svo að ég áleit ráðlegast að
reyna ekki að gera þarna uppgröft að svo stöddu, enda var auðséð,
að hægt var að halda áfram húsbyggingunni án þess að skemma kuml-
ið meira en orðið var. Þóttist ég sjá, að kumli þessu hefði verið
rótað fyrr á tíð. Hugsaði ég mér að rannsaka það seinna um sumarið.
Úr því gat þó ekki orðið, og svo fór, að ég gerði ekki rannsóknina
fyrr en dagana 13. og 14. júlí 1967. Skal nú gerð grein fyrir henni.
Brandsstaðir í Blöndudal eru næsti bær fyrir sunnan Blöndudals-
hóla, og er landið alibratt eins og víðast í Blöndudal. Bærinn hefur
frá alda öðli staðið á sama stað niðri undir á, þ. e. Blöndu, en þó ekki
alveg fram á árbakka. Þar er nú fjós, en byggt hefur verið íbúðar-
hús úr steini fyrir nokkrum árum miklu hærra í brekkunum og fyrir
ofan þjóðveginn, sem nú er. Um 250 m suður og niður frá gamla
1. mynd. Útsýn niöur eftir Blöndudal frá kumlstœðinu á Brandsstöðum. — View
from the grave site at Brandsstaöir down Blöndudalur valley.