Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 92
96
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. SéÖ frá kumlstœðinu á Brandsstöðum til gamla bœjarstœðisins, þar sem
hvíta húsið er. ■— View from the grave site at Brandsstaðir to the old farm.
bæjarstæðinu og nær Blöndugilinu er allmikið holt með leir og
moldarlögum og miklu og allstórgerðu grjóti, sem mjög víða stend-
ur upp úr. Fram af holtinu er brött brekka.1 Nyrzt á þessu holti
og næst gamla bæjarstæðinu valdi Sigmar bóndi sér stað fyrir
nýju húsin, en þá kom í ljós, að staðurinn hafði verið kumlstæði
í fornum sið. Nýju húsin eru þannig, að fjárhúsin eru fjær ánni og
snúa þvert á stefnu dalsins, en fyrir framan er hlaða, sem snýr eins
og dalurinn, norður og suður. Það var norðurgafl hlöðunnar, sem skar
gegnum hrosskumlið, sem fyrr var nefnt. Þar er hleragat á veggnum
og á víst að vera fyrir súgþurrkun, en veggurinn skar kumlið rétt
fyrir austan hleragatið. Frá hlöðuhorni og að kumlinu eru röskir 4 m.
i Holtið ber ekkert nafn, en fólkið á Brandsstöðum hafði eftir Ríkeyju Magnús-
dóttur, fyrrum húsfreyju á Eyvindarstöðum, að hún hefði heyrt staðinn nefndan
Beinahrygg. Hafði hún það eftir Jósafat Jónssyni bónda á Brandsstöðum, en hjá
honum var hún um hríð í æsku. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum, sem
þar er allra manna kunnugastur, kannast þó ekkert við þetta nafn.