Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 94
98
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
dalurinn og áin, sem þó hefði ef til vill mátt búast við að réðu horfi
hennar, heldur snýr hún VNV-ASA. Frá kumlstæðinu vísar lengdar-
ás grafarinnar beint á Höllustaði hinum megin ár. Hér er því greini-
lega eitthvað annað en landslag, sem ráðið hefur horfi grafarinnar.
Vesturendi grafarinnar var áreiðanlega höfðaendi, og þar var reynd-
ar enn óhreyfður nokkur hluti höfuðsins af hinum heygða og lá
nokkru hærra en sem svarar grafarbotninum. Þessar leifar af höfði
voru reyndar hið eina, sem óhreyft var í gröfinni. Þetta voru ennis-
bein og lmakkabein, en annars fann ég sáralítið af beinum í fyllingu
grafarinnar. Þess skal getið, að gröfin hafði verið tekin nokkuð ofan
í malarlag, sem þarna liggur undir moldar- og leirlögunum, og mjög
auðvelt var að rekja sig eftir grafarbörmunum, þar sem skýrt skilur
á milli óhreyfðra laga og þess hrærigrauts, sem í gröfinni var. f þess-
ari grafarfyllingu fundust fáein bein, og á einstaka stað sáust smá-
vægilegar leifar af járni og ryðrunnu tré. Margir steinar voru í graf-
arfyllingunni og sumir býsna stórir, og til fóta stóð stór steinn jarð-
fastur upp úr grafarbotni.
Við fótaenda mannsgrafar var haft eða brík, sem skildi á milli
hennar og hrossgrafarinnar, sem kemur í beinu framhaldi og hefur
verið álíka stór en þó lítið eitt breiðari. f fyllingu hennar fundust
bæði hrossbein og mannsbein og ryðbútar nokkrir, m. a. einn greini-
legur járnnagli.
Fyrirkomulag þetta allt er áður vel þekkt, mannsgröf af svipaðri
stærð og dýpt, haft til fóta og hrossgröf þar í beinu framhaldi. Um
haugfé tjáir ekki að tala eða geta sér til hvað verið hefur, gröfinni
hefur verið rækilega umturnað. Staðurinn er ákaflega skemmtilegur
með fögru útsýni niður eftir dalnum og Blöndugilinu. Og afstáða hans
til bæjar er eins og bezt verður á kosið. Ef sú tilraun hefði verið gerð
á Brandsstöðum, sem gaman væri að reyna á ýmsum stöðum, að
svipast um á hlaði gamla bæjarins og geta sér til, hvar helzt mundi
hafa verið valið grafarstæði í heiðnum sið, mundi vafalaust hafa verið
farið rakleitt á þennan stað. Þurr og þokkalegur staður nærri bæ, en
þó utan túns, helzt ekki mjög lágur, gjarnan árbakki, vitum við áð
helzt var mönnum að skapi sem kumlstaður, og holtið á Brandsstöð-
um uppfyllir þau skilyrði.
Jón Steffensen hefur athugað beinahraflið frá Brandsstöðum og
komizt að raun um, að beinin eru úr þremur fullorðnum mönnum. Höf-
uðkúpubrot og brot af kjálka virðast eiga saman og vera úr ungri
konu; og það er þá hún, sem heygð hefur verið í kumlinu. Sigmar
bóndi fann mannabeinaleifar á tveimur stöðum inni í hlöðunni, sbr.