Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 96
100
ARBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
//. mynd. Gröf tveggja hesta á GrímsstöSum við Mývatn. — Skeletons of two
horses in the Grímsstaðir grave.
I þessari hrossgröf reyndust vera óhreyfðar miklar leifar af
tveimur hestum, sem báðir höfðu snúið í vestur, og' lá annar við suð-
urhlið grafar, en hinn við norðurhlið. í lýsingu þeirri, sem hér fer á
eftir, verða þeir kallaðir syðri hestur og nyrðri hestur. Bezt er að
hugsa sér, að maður standi við suðurhlið grafarinnar og horfi norður
yfir gröfina, eða eins og sýnt er á ljósmynd, sem fylgir þessari grein
(4. mynd). Þar sjást beinin úr syðri hesti fremst á myndinni, en
beinin úr nyrðri hesti aftast. Skal byrjað á að lýsa syðri hesti.
í norðausturhorni grafar voru bein úr hrosshaus (í neðra horni til
hægri á mynd) sem engin önnur bein voru undir, en rétt vestan við
miðja gröf fundust allmargir hnoðnaglar, vafalítið úr söðli eða söðlum,
í líkri hæð og hrosshausinn. Undir nöglunum kom í ljós beinagrindin
úr syðra hesti, sem þó var ekki nema frampartur, hryggur, háls-
liðir og framfótabein. Hesturinn lá á vinstri hlið, og var hryggur-
inn alveg suður við grafarvegginn. Hausinn vantaði, en hann hefði
átt að vera vestast í gröfinni, einnig vantaði afturhlutann, en hann
hefði átt að vera þar undir sem hausbeinin fundust nú.
Nyrðri hestur lá næstum því á bakið eða upp í loft, en þó nokkuð
meira á hægri hlið. Hryggurinn lá upp við norðurvegg grafarinnar, og
í austurenda grafarinnar teygðust afturfótabeinin í rökréttu fram-
haldi af hryggnum inn yfir gröfina. Hins vegar vantaði alveg fram-