Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 101
KUMLATlÐINDI
105
með síðunni. Tveir steinar ekki stórir voru ofan á beinagrindinni,
annar á vinstri öxl, en hinn á hægra mjaðmarbeini ofanverðu. Ann-
ars var ekki grjót í kumlinu. Gröf hafði verið grafin ofan í moldina,
185 sm að lengd og röskir 70 sm að breidd, og sást mjög greinilega
móta fyrir henni. Hornin voru sljó, en gröfin annars regluleg. Upp-
runaleg dýpt hennar er nú ókunn, þar sem búið var að ýta ofan af
kumlinu, en þegar rannsóknin var gerð, var dýptin ekki nema 20—30
sm. Botni grafarinnar hallaði allmikið niður til fótaendans. Gröfin
sneri nákvæmlega í suður og norður, höfuðið í su'ðurendanum.
Beinin úr manninum sýndu, að þar hafði verið grafinn karlmaður
á miðjum aldri, líklega þó eitthvað yfir fimmtugt að sögn Jóns Steff-
ensens. Á báðum framhandleggjum sést eirlitur, sem þó er ekki af
neinum þeim hlut, sem í gröfinni fannst. Haugféð var ekki fjölskrúð-
ugt eða sem hér segir (9. mynd).
AxarblaS úr járni, 14 sm að lengd, 6,5 sm fyrir munn, breidd skalla
3,6 sm, engir oddar fram af auga, en sljóir oddar ganga niður frá
7. mynd. Beinagrindin í Ormsstaðakumlinu fullgrafin.
in the Ormsstaðir grave.
— Skeleton and objects