Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 102
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
auganu. Efri brún teygist nokkuð upp og fram, en ne'ðri brúnin sveig-
ist fram og niður lítið eitt krappara. Öxin er veggslegin, þ. e. þykkust
um skallann, en hliðarnar beinar fram á egg, þannig að hún þynn-
ist jafnt og þétt eins og fleygur. Helzt verður að telja öxina til K-
gerðar Jans Petersen, en það er algeng 10. aldar gerð, og hafa slíkar
axir fundizt hér á landi áður, sbr. Kuml og haugfé, bls. 285. Þessi
öxi er óvenjulega lítil, aðeins lítið eitt lengri en öxin frá Straumi í
Hróarstungu, sem fannst í kumli 10 ára drengs. í axarauganu voru
tréleifar, sem sýndu, að axarskaftið hafði verið úr beyki, samkvæmt
8. mynd. Uppdráttur af kumlinu á OrmsstöOum. — Plan of tlie Ormsstaöir grave.
greiningu Haralds Ágústssonar viðartegundafræðings. Öxin lá þvers-
um yfir hægri upphandlegg mannsins, og horfði eggin út að grafar-
bakkanum. Hún var mjög ryðsollin, og sprungu vænar flögur af
henni báðum megin, en samt sem áður heldur hún vel lagi sínu, og
mikið járn er enn eftir 1 henni.
HnífsblaS með tanga, mjög venjulegt og lítilfjörlegt, 5,5 sm að
að lengd, en raunar vantar þá bæði framan á oddinn og aftan á tang-
ann. Lá undir vinstra framhandlegg.
Þrjú blýmet me'ð mikilli hvítleitri storku utan á. Hið stærsta hefur
verið því sem næst kringlótt, um 1,3 sm í þvermál, en dálítið vantar á
það nú. Hið næststærsta er ferkantað, lengra á annan kantinn, sem
er 1 sm. Hið minnsta er næstum því teningslagað, um 5 mm á kant.
Þar sem blýmet þessi eru svo afmynduð af hrúðri, virðist ekki ástæða
til að vega þau. Metin voru öll saman og lágu með hnífnum undir
vinstra framhandlegg mannsins. Undir þeim hafði varðveitzt dálítil
vaðmálspjatla, sem þau hafa verið vafin í, ef hún er þá ekki úr klæð-
um mannsins. Blýið virðist hafa verndað hana frá rotnun.
Fleira var ekki í kumlinu og annað haugfé hefur sennilega aldrei