Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 103
KUMLATÍÐINDI
107
& ©
0. mynd. öxi, hnifur og blýmet úr kumlinu á OrmsstöOum. — Axe, knife and lead
weights from the grave at Ormsstaðir.
verið. En í flagi fundust tvö járnbrot, sem annað er svolítill lcengur,
en hitt líkast tanga af hníf, en engin ástæða er til að setja þessa smá-
muni í sambandi við kumlið. Öllu líklegra var, að brotin væru úr
öðru kumli á staðnum, og skal nú greint frá þeirn rökum, sem til þess
hníga.
Um 15 m sunnan við kumlið varð vart við allstóra aðflutta steina á
um það bil 20 fermetra svæði í flaginu. Kringum þá var alls staðar
hreyfð mold að því er virtist, en hvergi var djúpt á óhreyfðan jarð-
veg. Bersýnilega var þetta grjót borið saman af manna völdum, lík-
lega úr ánni, en hvernig sem leitað var, tókst ekki að finna neitt, sem
kalla mætti gröf. Fáein beinabrot fundust, en annað ekki. Voru það
dýrabein, en eitt mannsherðablað, sem ekki á við beinagrindina í
kumlinu, mun eflaust vera frá þessum stað. En þótt ekki tækist að