Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 104

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 104
108 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS koma neinu viti í þetta allt saman, get ég varla ímyndað mér annað en að þarna hafi verið kuml, eitt eða fleiri, en síðan hafi þau verið rænt. Gröfin, sem upp var grafin og lýst er hér að framan, kynni að hafa sloppið vegna þess að minna var um grjót í henni og ekki bar eins mikið á henni af þeim sökum. Kuml þetta á Ormsstöðum á marga sína líka hér á lancli. Það er gott dæmi um íslenzka gröf úr heiðni, umbúnaður allur svipaður og í mörgum kumlum, sem áður voru þekkt, haugfé sömuleiðis. Þó má segja, að það sé í röð hinna fátæklegri, sem rannsökuð hafa verið. Þess skal svo að lokum getið, að Þórhallur Helgason sagði mér frá meiriháttar rauðablástursminjum á Ormsstöðum. Andspænis gamla bænum var áður fyrri dálítill hóll, en milli hans og bæjarins var læk- ur, sem nú er horfinn. Við hólinn var líkt og hústóft, lítil um sig en djúp. Þegar farið var að róta þarna, kom þar í ljós hrúga af rauða- gjalli, og var því líkast, að gjallinu hefði verið mokað út í lækinn, en dálítil hrúga orðið eftir á bakkanum. Gjallstykkin voru allt upp í hnefastór. Enn er auðvelt að ná þarna í sýnishorn. Staðurinn er austan við íbúðarhúsið sem nú er. 6. Ásgeirsstaðir, Eiðahreppur, Suður-Múlasýsla. Þorsteinn Eiríksson á Ásgeirsstöðum í Eiðaþinghá sagði mér (18. 8. 1966) að fyrir 10—12 árum hefði hann látið brjóta land skammt suðvestur af bænum á Ásgeirsstöðum utan við gamla túngarðinn. Skömmu eftir að flagið var fullunnið, varð Þorsteini gengið yfir það, og þá fann hann sköflung úr manni. Vantaði á báða enda hans nokk- uð, en miðbikið sagðist Þorsteinn eiga enn. Hann leitaði víða um flagið, en tókst ekki að finna neitt fleira og gat ekki gert sér grein fyrir, hvaðan beinið hefði borizt. Ekki er þó annað líklegra en að þarna hafi verið kuml úr heiðnum sið. Nánar til tekið er staðurinn um 150 m suðvestur af bænum. Þorsteinn Eiríksson sagði mér einnig, að hann hefði orðið var við rauðablástursminjar á Ásgeirsstöðum. Bærinn hefur víst alltaf stað- ið á sama stað, en í varpanum framan við hann var dálítið barð, og var sáðgarður gerður inn í barðið, og þar komu fram gjallmolar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.