Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 107

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 107
VÆTTATRÚ OG ÖRNEFNI 111 mæla, og hef ég heyrt eina slíka sögu frá síðast liðnu sumri. Vætt- irnar hafa ávallt verið taldar viðsj álar og hefur ævinlega verið varað við að styggja þær. Alkunn er frásögn Hauksbókar Landnámu og’ fleiri fornrita af upphafi hinna hei'ðnu laga á þá leið „að menn skyldi ei hafa höfuðskip í haf, en ef þeir hefði, þá skyldi þeir af taka höfuð áður þeir kvæmi í landsýn og sigla ei að landi méð gapandi höfðum eða gínandi trjónum svo að landvættir fælist við“ (kap. 268). Sagt er og að menn hafi blótað ýmsa staði, foss, hól, lund, stein, og er þá langlíklegast að þessir staðir hafi verið taldir bústaðir vætta.1 I Landnámabók segir að Þórir landnámsmaður að Lundi í Hnjóska- dal blótaði lundinn. Eyvindur landnámsmaður á Flateyjardal blótaði svo nefnda Gunnsteina, sem voru á mörkum landnáms hans á fjalli uppi, þar sem Ódeila (fjall) skildi landnám hans og Þóris að Lundi. Þorsteinn rauðnefur að Fossi blótaði fossinn, segir enn fremur í Land- námu, og er bætt við að allar leifar skyldi bera á fossinn. Ekki er getið hver sú vættur var, sem éta átti leifarnar, en hún skammtaði sér stærra að lokum: „en þá nótt er hann (Þorsteinn) andaðist, rak sauði alla í fossinn". 1 frásögninni er það eignað framsýni Þorsteins hve fjármargur hann var, en afdrif sauðanna benda til að vætturin eigi að hafa þótzt eiga þá með honum. Landvættir voru mjög hollar þeim Molda-Gnúpssonum. Sáu ófresk- ir menn að allar landvættir fylgdu Hafur-Birni til þings, en bræðrum hans tveim til veiða og fiskjar. Björn hafði gjört félag við bergbúa einn sem birtist honum í draumi. „Eftir það kom hafur til geita hans og tímgaðist þá svo skjótt fé hans að hann varð skjótt vellauð- ugur“ (Landnámabók, 1900, Stb., kap. 329). í næsta kapítula segir Sturlubók Landnámu frá ótta manna við landvættir: „Ölvir son Eysteins nam land fyrir austan Grímsá, þar hafði enginn maður þorað að nema fyrir landvættum síðan Hjörleifur var drepinn. ölvir bjó í Höfða.“2 — Höfði er Hjörleifshöfði. Grímsá er nú ekki til þarna, en er væntanlega sama á og sú sem nefnd er Höfðá 1 Þorláks sögu biskups hinni yngri, og nú Múlakvísl.3 1 1 Gulaþingslögum er kristnum mönnum fyrirboðið ,,að trúa á landvættir að sé í lundum eða haugum eða fossum" (Gulaþings kristinréttur yngri, Norges gamle love, 1848, 2, 308). Lík fyrirmæli hafa verið kunn á Islandi (Isl. fornbrs. 2, 224). —1 Kormáks sögu er manni ráðið að vinna hylli álfa með þvi að rjóða hól þeirra blóði og gjöra álfunum veizlu af slátri graðungs. 1 Þorvalds þætti víðförla og i Kristnisögu segir frá vætti sem bjó í steini og bóndi á Giljá trúði á sem ármann sinn eða spámann. 2 Sama efni er í Hauksbók Landnámu, kap. 290. 3 Um ána sjá rit E. Ó. Sveinssonar, Landnám i Skaftafellsþingi, 1948, 109. bls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.