Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 114
118
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ofan frá Hjarðarvatni og til stóðhrossa hans; sá hafði undir stóð-
hestinn. Þá fór Auðun til og tók inn grá hestinn og setti fyrir tveggja
yxna sleða og ók saman alla töðu sína. Hesturinn var góður meðfarar
um miðdegið, en er á leið, steig hann í völlinn til hófskeggja. En eftir
sólarfall sleit hann allan reiðing og hljóp til vatnsins. Hann sást aldrei
síðan.“
Svínavatn hefur líka breytt um nafn. Nú er það nefnt Selvallavatn,
kennt við bæ, sem þar var byggður löngu síðar.
All-vatnsmikil á, sem Vatná heitir, fellur úr Hjarðarvatni austur
í Baulárvallavatn, en í suðausturósi þess vatns eru upptök Straum-
fjar'ðarár, sem fellur niður Dufgusdal í Miklaholtshreppi. Norðan við
Vatná rís hátt, tignarlegt og mjög fagurt stuðlabergsfell, sem Vatna-
fell heitir. Hlíðar þess að sunnan og austan eru klæddar fegursta
gróðri, en hið efra er mjög fagurt stuðlaberg. Er þetta sérstakt nátt-
úruafbrigði á þessum stað, því öll önnur fjöll á þessu svæði eru úr
þursabergi eða móbergi.
Á Vatnaheiði var eitt býli, sem mun hafa byggzt snemma á öldum,