Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 119
KOLEFNISGREINING ÚR AÐALSTRÆTI
í REYKJAVÍK
Hinn 3. janúar 1964 skrifaði ég dr. J. Troels-Smith, forstöðumanni
náttúruvísindadeildar danska Þjóðminjasafnsins (Nationalmuseet)
og fór þess á leit við hann, að stofnun hans tæki að sér að kolefnis-
greina sýnishorn, sem upp voru tekin við boranir Þorkels Grímsson-
ar og Þorleifs Einarssonar við Aðalstræti í Reykjavík, þar sem ætla
má, að hinn fyrsti bær í Reykjavík hafi staðið. Forstöðumaðurinn,
sem áður hefur sýnt Þjóðminjasafni íslands mikla greiðasemi, þegar
hann lét aldursgreina viðarkol frá Bergþórshvoli, sbr. Árbók 1961,
bls. 154, tók vel máli mínu, og síðan voru sýnishorn send. Nánar frá
greint voru þau úr holu, sem grafin var niður í au'ða svæðið, bíla-
stæðið, vestan við Aðalstræti.
Niðurstöður af aldursgreiningu sýnishornanna hafa nú verið birtar
af Henrik Tauber verkfræðingi, sem stendur fyrir þessum rannsókn-
um í stofnuninni, í Radiocarbon, Vol. 8, 1966, bls. 232. Skýrsla Taub-
ers er á þessa leið í íslenzkri þýðingu:
1340 + 100
„Bær Ingólfs Arnnrsonur Ár 610
Viðarkolamylsna (líklega úr birki), blönduð leir, úr mannvistar-
lagi, sem fannst þar sem ætlað er að verið hafi bær lngólfs Arnarsonar
í Reykjavík (64°8' norðlægrar br., 21°56' vestl. lengdar lengdar).
Mannvistarlagið, sem ef til vill er úr gólfi, fannst 1,85 m neðan við
núverandi yfirborð og 1,3 m neðan við hæðarlínu, sem með mjög mikl-
um líkindum táknar upphaf bæjarmyndunar í Reykjavík, 1750—60.
Bær Ingólfs Arnarsonar, sem var einn þeirra, sem land námu á Is-
landi, á að vera frá 874. Sýnishorn tekið 1963 og sent af K. Eldjárn,
Þjóðminjasafni íslands, Reykjavík. Athugasemd: Út kemur liærri
aldur en búizt var við, en niðurstaðan er þó ekki ósamrýmanleg því,
að mannvistarlagið sé frá tímum Ingólfs Arnarsonar".