Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 121
SKYRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1966
StarfsliS.
Starfsmenn safnsins voru sem hér segir:
Kristján Eldjárn þjóðminjavörður,
Gísli Gestsson safnvörður,
Halldór J. Jónsson safnvörður,
Þorkell Grímsson safnvörður,
Þór Magnússon safnvörður,
Elsa E. Guðjónsson safnvörður (hálft starf)
Guðbjörg Kristjánsdóttir bókari.
Sú breyting varð á frá því í fyrra, að Elsa E. Guðjónsson M. A.,
sem hingað til hefur verið lausráðin til hálfra starfa, var nú fast-
ráðin í hálft safnvarðarstarf og hóf áð taka laun hjá ríkisféhirði
frá 1. febr. Guðbjörg Kristjánsdóttir stúdent var sett bókari og kom
til starfa 27. júní, en Ingibjörg Haraldsdóttir, sem gegnt hafði þessu
starfi, var ráðin aðeins til bráðabirgða. Hætti hún störfum 15. júní.
Lúðvík Kristjánsson, rithöfundur í Hafnarfirði, hélt áfram að
vinna við rit sitt „íslenzkir sjávarhættir“, enda hefur hann um tíma
safnvarðarlaun til þessa verks. Er þetta þriðja árið, sem hann
vinnur að verkinu, og er nú kominn á það stig, að hann er farinn
að leggja ni'ður fyrir sér, hvernig ritið skuli byggt upp. Afhenti hann
á þessu ári til athugunar um 100 blaðsíðna ritgerð um hákarlaveið-
ar og verkun hákarls, og skyldi þetta vera sýnishorn af hinni fyrir-
huguðu bók. Verk sitt vinnur Lúðvík í samráði við safnið.
Eins og að undanförnu var Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi í
safninu nokkurra mánaða skeið fyrst á árinu, og fékkst hann við að
gera við safngripi og vinna sitthvað til gagns og þrifa. Ari Gíslason
vann nokku'ð að örnefnaskráningu, en þó einkum Svavar Sigmunds-
son cand. mag., sem vann fullt starf frá 1. júní til ársloka. Þórður
Tómasson aðstoðaði enn sem fyrr við samantekningu spurningalista
um þjóðhætti og endurskoðaði auk þess fjölda örnefnaskráa. Hall-