Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 123
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1966
127
ur að springa líka, að ógleymdu því, hvernig daglegir vinnustaðir
safnmannanna eru, og skal ekki út í það farið hér.
I sambandi við þessi orð um húsrými skal þess getið með gleði,
að Eðlisfræðistofnun Háskólans fluttist nú loks úr því húsnæði, sem
hún hefur haft um nokkurra ára skeið hér í safninu. Gerðist það um
mitt sumar. Þetta eru fjórar stofur á fyrstu hæð með sérstökum
inngangi, og er ætlunin að gera þar vinnuskilyrði fyrir þrjá safn-
menn, en taka stærstu stofuna undir geymslu. Því miður tókst ekki
að fá fé til að koma þessu húsnæði í lag á árinu 1967, en einskis má
láta ófreistað til að koma því fram á næstu fjárlögum. Með tilkomu
þessarar viðbótar verður bót ráðin á sárasta öngþveiti safnsins í
húsrýmismálum, en aldrei verður það gott fyrr en bæði Náttúru-
fræðistofnun og Listasafn hverfa héðan á brott.
Hinn 13. sept. 1965 andáðist Andrés Johnson forngripasafnari í
Hafnarfirði. Lá því fyrir að flytja hingað í safnið það sem eftir var
af safni hans í Ásbúð. Var meginið af því flutt 6.—7. júní á þessu
ári og enn nokkuð seint um haustið, en nokkuð var þó eftir um ára-
mót og dánarbúið ekki gert upp.
1 tilefni af fundi rómversks penings við fornleifarannsóknir í
Hvítárholti var sett upp sérsýning á honum og hinum rómversku
peningunum, sem áður höfðu fundizt hér á landi.
Hinn 15. marz var þjóðminjavörður staddur í Kaupmannahöfn í
boði danska þjóðminjasafnsins (Nationalmuseet) og fornritafélags-
ins (Oldskriftselskabet) til að taka þátt í minningarsamkomu um
Johannes Brondsted, fyrrum þjóðminjavörð Dana og prófessor í
fornleifafræði. Flutti þjóðminjavörður þar ávarp af Islands hálfu.
Prófessor Brondsted var afburðamaður í sinni grein, forustumaður
á mörgum sviðum og snjall rithöfundur. Með honum er horfinn
maður, sem um nokkurt skeið setti einna mestan svip á norræna
fornleifafræði.
Að undanförnu hafa verið nokkrar umræður um að Þjóðminja-
safnið héldi sýningu á íslenzkri alþýðulist í Altonaer Museum í
Hamborg. í tilefni af þessu var safnstjórinn G. Wietek prófessor
hér í heimsókn dagana 19.—21. apríl og aftur í hópi þýzkra gesta
snemma í október og sagði þá um leið fyrir um uppsetningu póst-
kortasýningarinnar hér í Bogasal. En í báðum þessum ferðum
Wieteks var unnið að því að koma sköpulagi á hugmyndina um hina
fyrirhuguðu sýningu, sem verða mun fyrri hluta árs 1967.