Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 124
128
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Sýningcir og aösókn.
Sýningartíminn var hinn sami og áður, opið daglega í júní, júlí
og ágúst, en aðra mánuði aðeins fjórum sinnum í viku, 214 klukku-
stundir á dag (kl. 1.30—4.00). Á þessum almenna sýningartíma voru
gestir nú 42.928 á móti 38.012 í fyrra. Hér við bætast svo 1580
gagnfræðaskólanemar og svo hópar þeir, sem safnið hefur leyft inn-
göngu á vegum ferðaskrifstofunnar Landa og leiða. Þetta fólk er
ekki talið, en gera má ráð fyrir, að það sé minnst 1500, sem kemur
utan sýningartímanna. Að þessu meðtöldu ver'ða safngestir, auk
þeirra sem koma á sérsýningar, 46.008.
Haldnar voru 18 sérsýningar, þar af 17 í Bogasal, en ein í and-
dyri framan við salinn. Sýningar voru sem nú greinir:
Sveinn Björnsson, málverkasýning, 14.—23. jan.
Jutta Devulder Guðbergsson, málverkasýn. 28. jan. til 6. febr.
Upplýsmgaþjónusta Bandaríkjanna, „American Arts and Skills“,
12.—27. febr.
Ásgrímssafn, minningarsýning á 90 ára afmæli Ásgríms Jóns-
sonar, 4.—8. marz.
Eiríkur Smith, má.lverkasýning, 12.—20. marz.
Bókmenntafélagið, 150 ára minningarsýning í anddyri safnsins,
30. marz til 3. apríl.
Minjasafn Reykjavíkurborgar, „Myndir úr minjasafni“, 6.—24.
apríl.
Kristján Davíösson, málverkasýning, 30. apríl—8. maí.
Gu&mundur Karl Ásbjörnsson, málverkasýning, 14.—22. maí.
Alfreö Flóki, teikningar, 27. ágúst til 4. sept.
Ágúst F. Petersen, málverkasýning, 10.—18. sept.
Sigurður K. Árnason, málverkasýning, 24. sept. til 2. okt.
Altonaer Museum in Hamburg, sýning á handmáluðum póstkortum
og myndskreyttum sendibréfum, 8.—16. okt.
Guömunda Andrésdóttir, málverkasýning, 22.—30. okt.
Jóhanna Brynjólfsdóttir, málverkasýning, 5.—13. nóv.
Sólveig Eggerz Pétursdóttir, málverkasýning, 19.—27. nóv.
Jónas Jalcobsson, málverk og höggmyndir, 3.—11. des.
Steingrímur Sigurðsson, málverkasýning, 12.—20. des.
Flestar þessar sýningar voru algjörar einkasýningar, sem komu
safninu ekki við. Nokkra aðstoð létu þó safnmennirnir í té í sam-
bandi við sýninguna á verkum Ásgríms Jónssonar og afmælissýn-
ingu Bókmenntafélagsins. Sýningin frá Altonaer Museum var í senn