Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 127
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1966
131
Afríku; Byggðasafn Vestfjarða, ísafirði; Konráð Sigurðsson, Breiða-
bólstað, V.-Hún; Þórður Kristleifsson, kennari, Rvk; Sigurður Sig-
urmundsson, Hvítárholti; Irma Weile Jónsson, Rvk; Ágúst Guð-
laugsson frá Eyrarbakka; Sigríður Sigurðardóttir, Stóruborg undir
Eyjafjöllum; Jón Árnason, Lækjarbotnum í Holtum; Árni Jónsson,
Hrífunesi, Skaftártungu; Bjarney Hjálmarsdóttir Fáfnis, Norður-
Dakota; Vigfús G. Þormar, Geitagerði, N.-Múl.; Ingibjörg Gunn-
laugsdóttir, gæzlukona í Þjóðminjasafninu; Svanur Arinbjarnarson,
Frakkastíg 22, Rvk; Halldór Pétursson frá Geirastöðum í Hróars-
tungu; Lára Kolbeins, prestsekkja, Rvk; Sigurjón Erlendsson, Álft-
árósi; Þorvaldur Friðriksson, Fjölnisv. 2, Rvk; Guðmundur Jónsson,
Kópsvatni; Hörður Ágústsson, listmálari, Rvk; Gíslína Sigurðar-
dóttir, Barónsstíg 57, Rvk; Oddur Oddsson, Heiði, Rang.; Hildur
Jónsdóttir, Pétursborg við Grafarholt; Halldóra Jónsdóttir frá
Skeggjastöðum í Flóa; Jóhanna Tryggvadóttir, gæzlukona í Lista-
safni; Jóhann Sveinbjörnsson, fyrrv. tollvörður á Siglufirði.
ÞjóSháttadeild.
Þór Magnússon, safnvörður við Þjóðháttadeild, hefur gert eftir-
farandi grein fyrir starfsemi hennar:
„Á árinu voru sendar út tvær spurningaskrár, en stefnt er að
því áð hafa þær ekki færri. Hins vegar er varla unnt að senda út
fleiri skrár árlega, þar eð erfiðlega gengur að afla nýrra heimildar-
manna og reynslan sýnir, að fólk svarar yfirleitt ekki meiru en tveimur
skrám yfir árið og margir ekki svo miklu. Þess ber þó að gæta, að fólk
svarar skránum án þess að fá nokkuð fyrir sinn snúð, og er því ekki
hægt annáð að segja en söfnunarstarfið gangi vonum betur. Fólk virð-
ist fúst til liðsinnis við söfnunarstarfið, en greinilegt er, að margir, og
þó einkum sveitafólk, hafa ekki mikinn tíma aflögu til verks sem þessa.
I apríl var send út þriðja skráin um ullarvinnu, Ull og tóvinna III,
og fjallar hún að mestu um vefnað. Höfðu á áramótum borizt 20 svör
við þeirri skrá. 1 nóvember og desember var send út skráin Torf-
skur&ur og móverk, sem hugsuð er fyrsta skráin af fleirum um torf-
vinnu. Hafði ekkert svar borizt við henni á áramótum, sem varla er
að vænta. Þessar skrár samdi Þórður Tómasson safnvörður í Skógum,
en hann var nokkurn tíma ársins við störf á vegum Þjóðháttadeildar
við söfnun þjóðhátta eins og undanfarin ár.
Alls voru skrásett á árinu 166 númer í aðfangabók Þj óðháttadeild-
ar, og er bæði um að ræða svör við spurningaskrám og annað efni,
sem reynt er að afla eftir því sem tækifæri gefst til, og hefur Þórður