Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 129
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1966
133
margir hjálpuðu til við einstakar jarðir og gáfu góð ráð og veittu
ýmsa fyrirgreiðslu.
Ótalið er þó það sem mestu máli skipti, að Handritastofnun ís-
lands léði, fyrir orð þjóðminjavarðar, styrkþega sinn, Svavar Sig-
mundsson cand. mag., til þess að vinna að endurskoðunarstarfinu.
Kom hann til starfa 1. júní og var til ársloka að undanteknum einum
mánuði, sem hann dvaldist í Færeyjum. Á þessum tíma fór Svavar yfir
skrár úr Suður-Þingeyjarsýslu, Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu og
bjó undir endurskoðun bæ fyrir bæ, aflaði frumgagna frá heimildar-
mönnum þar sem þess var kostur og sætti hverju færi sem bauðst
til að ná til heimildarmanna. Fór hann meðal annars sérstaka ferð
norður í Þingeyjarsýslu í þessu skyni og varð vel ágengt. Þjóðminja-
safnið kann forstöðumanni Handritastofnunar íslands, prófessor
Einari Ól. Sveinssyni, þakkir fyrir að hafa veitt samþykki sitt til
að starfsmaður stofnunarinnar ynni þetta verk, svo og Svavari Sig-
mundssyni fyrir vel unnið starf.
Auk endurskoðunarstarfsins ber þess að geta, að Jóhann Hjaltason
skilaði örnefnasafni úr Sléttuhreppi, Pétur Sæmundsen úr nokkrum
hluta Austur-Húnavatnssýslu, og Jóhannes Óli Sæmundsson úr Dal-
víkurhreppi, Ólafsfirði og Siglufirði.
Söfnun þjóölaga og þjó'ófræöa.
Hugvísindadeild Vísindasjóðs veitti safninu kr. 50.000.00 til söfn-
unar þjóðlaga og þjóðfræða, og Handritastofnun fslands lagði fram
kr. 30.000.00 í sama skyni. Var þessu fé varið til að styrkja Hallfreð
Örn Eiríksson cand. mag. til áframhaldandi söfnunar á þessu sviði.
Fór hann enn sem fyrr víða og gerði segulbandsupptökur. Skilaði hann
fyrst 19 segulbandsspólum, sem gerðar voru í Reykjavík og Borgar-
firði, en síðan 17 spólum, aðallega með sögum, sem upp voru teknar
á Akranesi, í Austur-Skaftafellssýslu og Suður-Múlasýslu.
Enn fremur kostaði safnið ferð frú Helgu Jóhannsdóttur til Rauða-
sands, þar sem hún tók mikið upp af sálmasöng og nokkuð af öðrum
lögum, einkum hjá fvari ívarssyni og systur hans. Fékk safnið afrit
af öllum þessum upptökum.
Viðhald gamalla bygginga.
Ekkert verulega stórt átak var gert á þessu sviði á árinu. Ber
þó helzt að telja, að lokið var að öllu við viðgerð Viðeyjarkirkju,
enda var hún langt komin á síðastliðnu ári. Má þetta teljast góður