Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 137
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1966
Aðalfundur hins íslenzka fornleifafélags var haldinn i Fornaldarsal Þjóðminja-
safnsins föstudaginn 2. des. 1966 og hófst kl. 8%.
Formaður félagsins, Jón Steffensen prófessor, setti fundinn og minntist þeirra
félaga, sem látizt hafa, síðan síðasti aðalfundur var haldinn. Þeir eru:
Friðgeir Björnsson, fulltrúi, Reykjavík.
Guðjón Einarsson, fv. bóndi, Rifshalakoti.
Helgi Hjörvar, rithöfundur, Reykjavík.
Jón Ásbjörnsson, fv. hæstaréttardómari, Reykjavik.
Ólafur Thorarensen, bankastjóri, Akureyri.
Steinn Dofri, ættfræðingur, Reykjavík.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, rithöf. Reykjavik.
Þorsteinn Finnbogason, fv. bóndi, Kópavogi.
Risu menn úr sætum í virðingar skyni við hina látnu félaga.
Tveir félagar hafa sagt sig úr félaginu, en nýir félagar eru 33 talsins.
Formaður tók næst fyrir að láta kjósa fulltrúa í fulltrúaráðið til aðalfundar 1969
i stað Jóns Ásbjörnssonar fyrrv. hæstaréttardómara. Kosinn var Halldór J. Jónsson,
safnvörður.
Þessu næst var lesinn upp reikningur félagsins fyrir árið 1965.
Formaður rakti næst fyrir fundarmönnum, að árgjald félagsins væri greinilega
of lágt, og lýsti yfir þeirri skoðun stjórnarinnar, að árgjaldið þyrfti að vera kr.
200.00. Bar hann það upp sem tillögu, og var það samþykkt með 14 atkvæðum gegn
einu.
Formaður skýrði því næst frá, að stjórnin hefði leitað tilboða í ljósprentun gam-
alla og uppseldra árganga Árbókar. Gerði hann grein fyrir ýmsum annmörkum,
sem stjórnin sér á því að leggja í þessa framkvæmd, einkum þó þann, að félagið
hefur alls ekkert fjárhagslegt bolmagn til slíks. Enginn fundarmaður óskaði að
taka til máls um þetta efni.
Engin mál voru borin upp af hálfu fundarmanna
Þessu næst flutti Kristján Eldjárn þjóðminjavörður kynningarerindi um bók dr.
Olafs Olsen: Horg, hov, kirke. Að erindinu loknu gerði Jón Arnfinnsson athuga-
semd um hofið á Lundi, og svaraði ræðumaður því.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.
Jón Steffenscn.
Kristján Eldjárn